Íslendingar óvenju hjátrúarfullir miðað við menntaðar þjóðir Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 29. júlí 2012 13:15 Mynd/Jean Didier Íslendingar eru ákaflega hjátrúafullir í samanburði við önnur menntuð þjóðfélög. Þá hafa Íslendingar orðið enn hjátrúafyllri eftir hrun. Þetta kemur fram í rannsókn doktors í sálfræði við Oxford háskóla. Fjóla Dögg Helgadóttir er doktor í klínískri sálfræði við Oxford háskóla. Hún hefur rannsakað svokallað hjátrúarhegðun þjóðfélaga en í samanburðarrannsókn sem gerð var árið 2007 kom til dæmis í ljós að að Íslendingar voru hjátrúarfyllri en Ástralir. Almennt sé minna um hjátrú hjá menntuðum þjóðfélögum. „En á Íslandi þá gengur það ekki upp. Þar er mjög menntað fólk en hjátrú mjög algeng," segir hún. Síðar bar hún gögnin frá árinu 2007 saman við samskonar rannsókn sína árin 2008 og 2009. „Og það sem kom í ljós var að hegðunin sem fylgir hjátrúnni, þ.e. ef þú trúir því að þú getir haft áhrif á eitthvað með því að banka í tréborð, fólk fór að gera það meira í kjölfar hrunsins," segir hún. Hún segir samskonar rannsóknir hafa leitt það sama í ljós í Bandaríkjunum og Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún segir hins vegar sögu og menningu íslensku þjóðarinnar hugsanlega hafa áhrif á hjátrú landans. „Hvort það er vegna þess að við eigum enn miklar rætur í Íslendingasögurnar þar sem mikið er um hjátrú þá hefur það verið fundið að þjóðir sem búa við hættulegar aðstæður eins og að þurfa fara á sjó þar sem mikil hætta er á ofsveðri, þar er mikil hjátrú. Það gæti verið eitthvað þannig," segir hún. Hún segir að þegar fólk missi stjórn á ytri aðstæðum sé það líklegra til að grípa til hjátrúarinnar. „Fólk trúi meira á svona þegar því finnst það ekki hafa stjórn á því sem er að gerast. Þetta getur verið leið til að takast á við svona hluti. Það áhugaverða er að þetta var líka mikið þegar góðærið var árið 2007. Þá var þetta ekki endilega besta leiðin til að taka ákvörðun um hvað maður vill gera í lífinu. Það tekur mikla stjórn frá einstaklingnum að setja þetta til einhverja ytri afla," segir hún. Fjóla rekur nú fyrirtæki sem byggt er á doktorsverkefni hennar en það rekur tölvusálfræðing sem getur tekið óendanlega marga skjólstæðinga í meðferð á sama tíma. Þar reynir hún að brúa vilið á milli klínískrar sálfræði og gervigreindar. Nú er til dæmis hægt að sækja meðferð við félagsfælni hjá tölvusálfræðingnum og unnið er að meðferð við áráttu og þráhyggju. Finna má upplýsingar um tölvusálfræðinginn á www.AI-therapy.com. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Íslendingar eru ákaflega hjátrúafullir í samanburði við önnur menntuð þjóðfélög. Þá hafa Íslendingar orðið enn hjátrúafyllri eftir hrun. Þetta kemur fram í rannsókn doktors í sálfræði við Oxford háskóla. Fjóla Dögg Helgadóttir er doktor í klínískri sálfræði við Oxford háskóla. Hún hefur rannsakað svokallað hjátrúarhegðun þjóðfélaga en í samanburðarrannsókn sem gerð var árið 2007 kom til dæmis í ljós að að Íslendingar voru hjátrúarfyllri en Ástralir. Almennt sé minna um hjátrú hjá menntuðum þjóðfélögum. „En á Íslandi þá gengur það ekki upp. Þar er mjög menntað fólk en hjátrú mjög algeng," segir hún. Síðar bar hún gögnin frá árinu 2007 saman við samskonar rannsókn sína árin 2008 og 2009. „Og það sem kom í ljós var að hegðunin sem fylgir hjátrúnni, þ.e. ef þú trúir því að þú getir haft áhrif á eitthvað með því að banka í tréborð, fólk fór að gera það meira í kjölfar hrunsins," segir hún. Hún segir samskonar rannsóknir hafa leitt það sama í ljós í Bandaríkjunum og Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún segir hins vegar sögu og menningu íslensku þjóðarinnar hugsanlega hafa áhrif á hjátrú landans. „Hvort það er vegna þess að við eigum enn miklar rætur í Íslendingasögurnar þar sem mikið er um hjátrú þá hefur það verið fundið að þjóðir sem búa við hættulegar aðstæður eins og að þurfa fara á sjó þar sem mikil hætta er á ofsveðri, þar er mikil hjátrú. Það gæti verið eitthvað þannig," segir hún. Hún segir að þegar fólk missi stjórn á ytri aðstæðum sé það líklegra til að grípa til hjátrúarinnar. „Fólk trúi meira á svona þegar því finnst það ekki hafa stjórn á því sem er að gerast. Þetta getur verið leið til að takast á við svona hluti. Það áhugaverða er að þetta var líka mikið þegar góðærið var árið 2007. Þá var þetta ekki endilega besta leiðin til að taka ákvörðun um hvað maður vill gera í lífinu. Það tekur mikla stjórn frá einstaklingnum að setja þetta til einhverja ytri afla," segir hún. Fjóla rekur nú fyrirtæki sem byggt er á doktorsverkefni hennar en það rekur tölvusálfræðing sem getur tekið óendanlega marga skjólstæðinga í meðferð á sama tíma. Þar reynir hún að brúa vilið á milli klínískrar sálfræði og gervigreindar. Nú er til dæmis hægt að sækja meðferð við félagsfælni hjá tölvusálfræðingnum og unnið er að meðferð við áráttu og þráhyggju. Finna má upplýsingar um tölvusálfræðinginn á www.AI-therapy.com.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira