Körfubolti

Bandaríska körfuboltalandsliðið ekki í miklum vandræðum með Frakka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant.
Kevin Durant. Mynd/AP
Bandaríkjamenn unnu sannfærandi 27 stiga sigur á Frökkum, 98-71, í dag í fyrsta leik sínum í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í London. Frakkar stóðu í Bandaríkjamönnum í fyrsta leikhlutanum (22-21) en síðan skildu leiðir.

Kevin Durant var stigahæstur í bandaríska landsliðinu með 22 stig og 9 fráköst, Kevin Love skoraði 14 stig og Kobe Bryant var með 10 stig á 12 mínútum. LeBron James lét sér nægja að skora 9 stig en gaf 8 stoðsendingar og Carmelo Anthony var með 9 stig og 9 fráköst á tæpum 17 mínútum.

Ali Traore var stigahæstur hjá Frökkum með 12 stig en Tony Parker skoraði 10 stig. Frakkar nýttu aðeins 2 af 22 þriggja stiga skotum sínum og klikkuðu á tíu vítum sem var ekki að hjálpa þeim á móti gríðarlega sterku bandarísku liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×