Hvers vegna villast grindhvalir upp að landi? BBI skrifar 29. júlí 2012 11:12 Mynd/vf.is Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. Ein skýring sem velt hefur verið upp er að hvalirnir noti segulsvið jarðar til að stýra ferðum sínum. Segulsviðið er mjög reglulegt yfir jörðina en sums staðar eru óreglur. Það getur m.a. orsakast þar sem eldstöðvar eru. Það að grindhvalir villist er algengara á stöðum þar sem ætla má að misfellur séu í segulsviðinu. Önnur kenning er sú að sníkjudýrasýking í innra eyra hvalanna valdi því að þeir missi áttaskynið. Hvalirnir nota bergmálstækni til að rata í sjónum og innra eyrað gegnir þar hlutverki. Kenningin tengist því að í hverjum hóp séu forystudýr og ef þau missa áttaskynið fylgi allur hópurinn í blindni. „Það er samt voða lítið sem menn hafa í höndunum," segir Gísli. Þessar kenningar séu í raun bara vangaveltur. Í gær bárust fréttir af því að hvalirnir væru í æti undan ströndum Njarðvíkur. Það er Gísli ekki sannfærður um. „Ég sá þetta reyndar ekki berum augum en í myndböndunum sem sýnd voru gat ég ekki séð neinn kraumandi makríl þarna undir," segir hann. Hann telur allt eins líklegt að hvalirnir hafi ekki verið að elta neitt æti. Tengdar fréttir Grindhvalavaða hamast rétt undan ströndum Njarðvíkur Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun rétt undan landi neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að staðnum til að berja hvalina augum og áætlar að milli tvö og þrjú hundruð hvalir séu á svæðinu. 28. júlí 2012 14:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Það er sjaldgæft að grindhvalavaða villist upp að ströndum lands, líkt og gerðist undan ströndum Njarðvíkur í gær. Það hefur gerst um það bil á tíu ára fresti hér við land að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Þá eiga dýrin það til að synda upp í fjöru og festast. Ekki er vitað hvað veldur þessari hegðun en ýmsar kenningar hafa verið settar fram. Ein skýring sem velt hefur verið upp er að hvalirnir noti segulsvið jarðar til að stýra ferðum sínum. Segulsviðið er mjög reglulegt yfir jörðina en sums staðar eru óreglur. Það getur m.a. orsakast þar sem eldstöðvar eru. Það að grindhvalir villist er algengara á stöðum þar sem ætla má að misfellur séu í segulsviðinu. Önnur kenning er sú að sníkjudýrasýking í innra eyra hvalanna valdi því að þeir missi áttaskynið. Hvalirnir nota bergmálstækni til að rata í sjónum og innra eyrað gegnir þar hlutverki. Kenningin tengist því að í hverjum hóp séu forystudýr og ef þau missa áttaskynið fylgi allur hópurinn í blindni. „Það er samt voða lítið sem menn hafa í höndunum," segir Gísli. Þessar kenningar séu í raun bara vangaveltur. Í gær bárust fréttir af því að hvalirnir væru í æti undan ströndum Njarðvíkur. Það er Gísli ekki sannfærður um. „Ég sá þetta reyndar ekki berum augum en í myndböndunum sem sýnd voru gat ég ekki séð neinn kraumandi makríl þarna undir," segir hann. Hann telur allt eins líklegt að hvalirnir hafi ekki verið að elta neitt æti.
Tengdar fréttir Grindhvalavaða hamast rétt undan ströndum Njarðvíkur Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun rétt undan landi neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að staðnum til að berja hvalina augum og áætlar að milli tvö og þrjú hundruð hvalir séu á svæðinu. 28. júlí 2012 14:21 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Grindhvalavaða hamast rétt undan ströndum Njarðvíkur Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun rétt undan landi neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að staðnum til að berja hvalina augum og áætlar að milli tvö og þrjú hundruð hvalir séu á svæðinu. 28. júlí 2012 14:21