Gullbjörninn hefur enn trú á því að Tiger jafni metið 17. júlí 2012 16:30 Tiger Woods og Jack Nicklaus. Nordic Photos / Getty Images Bandaríski kylfingurinn Jack Nicklaus á met sem margir telja að verði aldrei bætt. Nicklaus sigraði á 18 stórmótum á löngum ferli sínum og hann var 46 ára þegar hann náði þeim 18. á Mastersmótinu árið 1986. Nicklaus segir að samkeppnin sé mun meiri hjá bestu kylfingum heims í dag og það verði erfitt fyrir Tiger Woods að ná að jafna metið, en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi og þar munu allra augu beinast að Tiger Woods. Woods hefur ekki náð að sigra á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu. Nicklaus, sem einnig þekktur undir nafninu "Gullbjörninn" er á þeirri skoðun að Woods hafi hæfileika, getu og vinnusemi til þess að jafna met hans. „Ég hef sagt það mörgum sinnum áður að hann getur jafnað metið en það er erfiðar í dag en áður. Hann er 36 ára og hefur nægan tíma en yfirburðir hans eru ekki þeir sömu og áður. Keppinautar hans hræðast hann ekki eins mikið og áður. Ef við lítum sex, sjö ár aftur í tímann þá var Tiger Woods eini kylfingurinn undir þrítugu sem hafði sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Í dag eru margir undir þrítugu sem hafa sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Samkeppnin hefur aukist og fleiri góðir kylfingar hafa komið fram á síðustu árum," sagði Nicklaus. Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jack Nicklaus á met sem margir telja að verði aldrei bætt. Nicklaus sigraði á 18 stórmótum á löngum ferli sínum og hann var 46 ára þegar hann náði þeim 18. á Mastersmótinu árið 1986. Nicklaus segir að samkeppnin sé mun meiri hjá bestu kylfingum heims í dag og það verði erfitt fyrir Tiger Woods að ná að jafna metið, en hann hefur sigrað á 14 stórmótum á ferlinum. Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn á Royal Lytham vellinum á Englandi og þar munu allra augu beinast að Tiger Woods. Woods hefur ekki náð að sigra á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu. Nicklaus, sem einnig þekktur undir nafninu "Gullbjörninn" er á þeirri skoðun að Woods hafi hæfileika, getu og vinnusemi til þess að jafna met hans. „Ég hef sagt það mörgum sinnum áður að hann getur jafnað metið en það er erfiðar í dag en áður. Hann er 36 ára og hefur nægan tíma en yfirburðir hans eru ekki þeir sömu og áður. Keppinautar hans hræðast hann ekki eins mikið og áður. Ef við lítum sex, sjö ár aftur í tímann þá var Tiger Woods eini kylfingurinn undir þrítugu sem hafði sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Í dag eru margir undir þrítugu sem hafa sigrað oftar en einu sinni á stórmóti. Samkeppnin hefur aukist og fleiri góðir kylfingar hafa komið fram á síðustu árum," sagði Nicklaus.
Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira