Körfubolti

Lakers vann Miami | Kobe fór á kostum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kobe Bryant og LeBron James
Kobe Bryant og LeBron James Mynd. / Getty Images
Sannkallaður stórleikur fór fram í NBA-deildinni í kvöld þegar LA Lakers tók á móti Miami Heat í í Staples Center í Los Angeles. Heimamenn voru sterkari aðilinn allan leikinn og unnu að lokum mikilvægan sigur 93-83 gegn einu sterkasta liði deildarinnar.

Lakers var sterkari aðilinn stórann hluta leiksins og voru ávallt einu skrefi á undan besta liði Austurdeildarinnar. Kobe Bryant fór fyrir sínu liði eins og sannur leiðtogi. Heimamenn voru lengi vel með um tíu stiga forskot sem Miami átti erfitt með að minnka niður.

Þegar Fjórði leikhlutinn var hálfnaður fékk Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, sína sjöttu villu og þar með lauk þátttöku hans í leiknum. Chris Bosh tók ekki þátt í leiknum í kvöld og því kom það í hlut Lebron James að bera upp allan sóknarleik liðsins út leikinn. Það reyndist einfaldlega of erfitt verkefni fyrir Heat.

Kobe Bryant lék með grímu til að vernda andlit hans en leikmaðurinn nefbrotnaði í Stjörnuleiknum sem fór fram um síðustu helgi en það var einmitt Dwyane Wade sem braut á honum með þeim afleiðingum.

Það kom ekki að sök og fór Bryant gjörsamlega á kostum í loka fjórðungnum og setti hvert skotið á fætur öðru niður. Svo fór að lokum að LA Lakers vann virkilega mikilvægan sigur 93-83. Kobe Bryant gerði 33 stig í leiknum í kvöld. Andrew

Bynum átti einnig fínan leik hjá Lakers og gerði 16 stig og tók 13 fráköst. Lebrown James átti ágætan leik og setti niður 25 stig og tók 13 fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×