Segir menn hafa höfðað til skyldu sinnar 4. mars 2012 18:30 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins. Ólafur ákvað í síðustu viku að endurskoða ákvörðun sína um að hætta eftir að hafa tekið á móti undirskriftalista með tæplega þrjátíu og eitt þúsund áskorunum. Ólafur segir meðal annars að ríkjandi óvissa með stjórnskipan lýðveldisins og stöðu forsetans valdi því að hann hafi ákveðið að gefa áfram kost á sér. „Þá höfðuðu menn til þess að það væri á vissan hátt skylda mín, eins og margir orðuðu það, að fara þá ekki af velli við þessar aðstæður heldur skapa þau skilyrði ef það væri vilji þjóðarinnar að ég stæði þessa vakt í ljósi þessarar óvissu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „En jafnframt set ég þann fyrirvara skýrt fram í yfirlýsingunni að þegar óvissunni verður eytt - vonandi á næstu misserum eða innan örfárra ára - þá muni þjóðin sýna því skilning ef ég tel þá rétt með tilliti til þessara röksemda að sem beitt er nú að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið og forsetakosningarnar færu þá fram fyrr en ella." Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni skapi mikla óvissu um hlutverk forsetaembættisins í framtíðinni og erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að ganga til kosninga undir þessum kringumstæðum. Ólafur segir að óvissan hafi aukist frá áramótum og aðstæður tekið verulegum breytingum. Ólafur vísar einnig til mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hann sjálfur hafi talað máli Íslands í viðtölum við erlenda fjölmiðla. „Við bjuggum hér auðvitað við ákveðið umsátur fyrstu mánuðina og misserin eftir að bankarnir hrundu og það tókst að komast út úr því umsátri og rétta stöðu Íslands við og margir telja málflutningur minn í samræmi við þessa miðla hafi hjálpað þar til." Forsetakosningar fara fram 30. júní næstkomandi. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins. Ólafur ákvað í síðustu viku að endurskoða ákvörðun sína um að hætta eftir að hafa tekið á móti undirskriftalista með tæplega þrjátíu og eitt þúsund áskorunum. Ólafur segir meðal annars að ríkjandi óvissa með stjórnskipan lýðveldisins og stöðu forsetans valdi því að hann hafi ákveðið að gefa áfram kost á sér. „Þá höfðuðu menn til þess að það væri á vissan hátt skylda mín, eins og margir orðuðu það, að fara þá ekki af velli við þessar aðstæður heldur skapa þau skilyrði ef það væri vilji þjóðarinnar að ég stæði þessa vakt í ljósi þessarar óvissu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „En jafnframt set ég þann fyrirvara skýrt fram í yfirlýsingunni að þegar óvissunni verður eytt - vonandi á næstu misserum eða innan örfárra ára - þá muni þjóðin sýna því skilning ef ég tel þá rétt með tilliti til þessara röksemda að sem beitt er nú að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið og forsetakosningarnar færu þá fram fyrr en ella." Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni skapi mikla óvissu um hlutverk forsetaembættisins í framtíðinni og erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að ganga til kosninga undir þessum kringumstæðum. Ólafur segir að óvissan hafi aukist frá áramótum og aðstæður tekið verulegum breytingum. Ólafur vísar einnig til mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hann sjálfur hafi talað máli Íslands í viðtölum við erlenda fjölmiðla. „Við bjuggum hér auðvitað við ákveðið umsátur fyrstu mánuðina og misserin eftir að bankarnir hrundu og það tókst að komast út úr því umsátri og rétta stöðu Íslands við og margir telja málflutningur minn í samræmi við þessa miðla hafi hjálpað þar til." Forsetakosningar fara fram 30. júní næstkomandi.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira