Fótbolti

Aron spilaði síðasta hálftímann í tapleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson Mynd/Anton
Aron Jóhannsson og félagar í AGF töpuðu 2-0 á útivelli á móti Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þetta var þriðja deildartap AGF-liðsins í röð.

Aron kom inn á sem varamaður á 58. mínútu en þá var staðan orðin 2-0 fyrir Horsens eftir mörk frá Alexander Juel Andersen (31. mínúta) og Lasse Kryger (53. mínúta). Staðan batnaði heldur ekki á 81. mínútu þegar David Devdariani fékk að líta rauða spjaldið.

Aron er að koma til baka eftir meiðsli en hann hefur ekki skorað fyrir AGF síðan í sigri á SönderjyskE í byrjun október. Hann er samt áfram markahæsti leikmaður deildarinnar með tólf mörk.

Horsens sem er nú aðeins tveimur stigum á eftir AGF. AGF er enn í 4. sæti en Randers á leiki inni og getur komist upp fyrir þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×