Körfubolti

Mike Brown rekinn frá Los Angeles Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mike Brown og Kobe Bryant.
Mike Brown og Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty
Mike Brown var í kvöld rekinn sem þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers en Lakers-liðið var aðeins búið að vinna 1 af fyrstu fimm leikjum NBA-tímabilsins auk þess að tapa öllum átta leikjunum á undirbúningstímabilinu.

Lakers tapaði þremur fyrstu deildarleikjum sínum sem hafði ekki gerst síðan 1978-79 en tímabilið áður en Jerry Buss keypti félagið og árið áður en Magic Johnson mætti til Los Angeles. Lakers fékk til sín stjörnumenn eins og Dwight Howard og Steve Nash en það skilaði sér ekki inn á vellinum.

Brown var að hefja sitt annað tímabil með Lakers en hann þjálfaði áður Cleveland Cavaliers þegar LeBron James lék með liðinu. Lakers vann 41 af 66 leikjum sínum undir hans stjórn í fyrra og var slegið út af Oklahoma City Thunder í annarri umferð úrslitakeppninnar.

Mike D'Antoni þykir vera líklegur eftirmaður Mike Brown hjá Lakers en Steve Nash fór á kostum undir stjórn Mike D'Antoni hjá Phoenix Suns.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×