Titringur vegna nauðasamninga - fundað með forsetanum Magnús Halldórsson skrifar 9. nóvember 2012 18:30 Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni. Stærstu kröfuhafarnir í bú Kaupþings og Glitnis eru vogunarsjóðir, sem keyptu kröfur í búin á slikk eftir fall bankanna, og vilja nú fá greitt úr búnum allt laust fé, sem er yfir 700 milljarðar, þar af mest í erlendri mynt. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum hefur áhyggjur af stöðu mála, og að útgreiðsla á þessu fé geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland. Til einföldunar, eru þrotabú Kaupþings og Glitnis risavaxin, en heildareignir þeirra nema samtals yfir 1.700 milljörðum króna, eða sem nemur ríflega einni landsframleiðslu Íslands. Laust fé er samtals um 725 milljarðar, þar af nemur laust fé í erlendri mynt um 675 milljörðum. Áhyggjurnar snúa öðru fremur að því að útgreiðsla á þessu fé grafi undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins, á viðkvæmum tímum ekki síst þar sem opinberar skuldir Íslands, ríkis og sveitarfélaga, eru nú um 1.600 milljarðar króna, þar af að miklu leyti í erlendri mynt. Til viðbótar komi síðan miklar skuldir fyrirtækja, eins og Orkuveitu Reykjavíkur, sem ekki séu taldar með til opinberra skulda. Á næstu árum sé endurfjármögnunaráhætta þjóðarbússins mikil og aðgengi að erlendum gjaldeyri nauðsynlegt. Hópurinn, sem áhyggjur hefur af nauðasamningunum, for í gær á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og lýsti þar áhyggjum sínum af stöðu mála, og kom þeim upplýsingum á framfæri að stjórnvöld þyrftu að efla þekkingu sína á stöðu mála og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að útgreiðslan til vogunarsjóðanna ætti sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu, kom það fram á fundinum að þeir hefðu áhyggjur af því að þingmenn hefðu enga þekkingu á málinu og litlar upplýsingar á borðinu, enda stutt í kosningar og einbeiting á öðru en þrotabúum gömlu bankanna. Þá hefur það einnig valdið aukinni spennu að lögmenn á vegum kröfuhafanna, þar helst lögmenn frá Logos lögmannsstofu, hafa komið á fundi með einstaka mönnum innan þessa hóps, sem hefur áhyggjur af stöðu mála, og komið óánægju vogunarsjóðanna skýrlega á framfæri, og talaði einn heimildarmanna um óbeinar hótanir þegar að þessu kemur. Að auki finnst mörgum það einkennilegt, að vogunarsjóðirnir geti fengið hið mikla fé í hendur, frá Íslandi, þrátt fyrir að hér séu í gildi gjaldeyrishöft. Seðlabankinn og stjórnvöld muni þurfa að halda vel spöðunum, og þurfi að kappkosta að halda gjaldeyri í hagkerfinu á viðkvæmum tímum. Seðlabankinn hefur hins vegar síðasta orðið um hvernig þessum málum verður háttað, og þá hvort og hvenær, féð fer til vogunarsjóðanna í kjölfar nauðasamninga, og hefur skýrlega gefið til kynna að hann muni taka sér þann tíma sem þarf til þess að skoða málið ofan kjölinn. Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni. Stærstu kröfuhafarnir í bú Kaupþings og Glitnis eru vogunarsjóðir, sem keyptu kröfur í búin á slikk eftir fall bankanna, og vilja nú fá greitt úr búnum allt laust fé, sem er yfir 700 milljarðar, þar af mest í erlendri mynt. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum hefur áhyggjur af stöðu mála, og að útgreiðsla á þessu fé geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland. Til einföldunar, eru þrotabú Kaupþings og Glitnis risavaxin, en heildareignir þeirra nema samtals yfir 1.700 milljörðum króna, eða sem nemur ríflega einni landsframleiðslu Íslands. Laust fé er samtals um 725 milljarðar, þar af nemur laust fé í erlendri mynt um 675 milljörðum. Áhyggjurnar snúa öðru fremur að því að útgreiðsla á þessu fé grafi undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins, á viðkvæmum tímum ekki síst þar sem opinberar skuldir Íslands, ríkis og sveitarfélaga, eru nú um 1.600 milljarðar króna, þar af að miklu leyti í erlendri mynt. Til viðbótar komi síðan miklar skuldir fyrirtækja, eins og Orkuveitu Reykjavíkur, sem ekki séu taldar með til opinberra skulda. Á næstu árum sé endurfjármögnunaráhætta þjóðarbússins mikil og aðgengi að erlendum gjaldeyri nauðsynlegt. Hópurinn, sem áhyggjur hefur af nauðasamningunum, for í gær á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og lýsti þar áhyggjum sínum af stöðu mála, og kom þeim upplýsingum á framfæri að stjórnvöld þyrftu að efla þekkingu sína á stöðu mála og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að útgreiðslan til vogunarsjóðanna ætti sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu, kom það fram á fundinum að þeir hefðu áhyggjur af því að þingmenn hefðu enga þekkingu á málinu og litlar upplýsingar á borðinu, enda stutt í kosningar og einbeiting á öðru en þrotabúum gömlu bankanna. Þá hefur það einnig valdið aukinni spennu að lögmenn á vegum kröfuhafanna, þar helst lögmenn frá Logos lögmannsstofu, hafa komið á fundi með einstaka mönnum innan þessa hóps, sem hefur áhyggjur af stöðu mála, og komið óánægju vogunarsjóðanna skýrlega á framfæri, og talaði einn heimildarmanna um óbeinar hótanir þegar að þessu kemur. Að auki finnst mörgum það einkennilegt, að vogunarsjóðirnir geti fengið hið mikla fé í hendur, frá Íslandi, þrátt fyrir að hér séu í gildi gjaldeyrishöft. Seðlabankinn og stjórnvöld muni þurfa að halda vel spöðunum, og þurfi að kappkosta að halda gjaldeyri í hagkerfinu á viðkvæmum tímum. Seðlabankinn hefur hins vegar síðasta orðið um hvernig þessum málum verður háttað, og þá hvort og hvenær, féð fer til vogunarsjóðanna í kjölfar nauðasamninga, og hefur skýrlega gefið til kynna að hann muni taka sér þann tíma sem þarf til þess að skoða málið ofan kjölinn.
Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira