Snúum vörn í sókn Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að framhaldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað markverðum árangri og leiðir okkur vonandi nær því markmiði að hlutfall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brottfall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjárveitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til framhaldsskóla fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakklátir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undanfarin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að innleiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunarvinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kennara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhaldsskólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að framhaldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað markverðum árangri og leiðir okkur vonandi nær því markmiði að hlutfall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brottfall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjárveitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til framhaldsskóla fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakklátir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undanfarin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að innleiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunarvinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kennara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhaldsskólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun