Íslenska golflandsliðið fer ekki á EM 14. júlí 2012 16:09 Guðmundur Ágúst komst vel frá sínu í forkeppni EM. mynd/stefán Íslenska landsliðið í golfi náði ekki að tryggja sér þátttökurétt á EM í golfi en forkeppni mótsins lauk á Hvaleyrarvelli í dag. Ísland þurfti að vinna upp tólf högga forskot Portúgals til þess að ná þriðja sætinu sem gefur þáttökurétt á EM. Það varð ansi stórt bil að brúa og íslenska liðinu gekk ekkert að saxa á forskot Portúgalana. Ísland náði aðeins að vinna eitt högg á Portúgal og varð því ellefu höggum frá sæti á EM. England varð í efsti sæti á 11 höggum undir pari. Holland kom næst á einu höggi undir pari, Portúgal endaði á 11 yfir pari og Ísland á 22 höggum yfir pari. Ólafur Björn Loftsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku best í íslenska liðinu á mótinu eða á 3 höggum yfir pari. Ólafur lék á 70 höggum í dag en Guðmundur á 72. Kristján Þór Einarsson kláraði mótið á 5 höggum yfir pari og bauð upp á 73 högg í dag. Haraldur Franklín Magnús lék mótið á 9 höggum yfir pari og kláraði á 72 höggum í dag. Guðjón Henning Hilmarsson lék á 78 höggum í dag og samtals á 11 yfir pari. Andri Þór Björnsson endaði á 12 höggum yfir pari og spilaði á 74 höggum í dag. Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í golfi náði ekki að tryggja sér þátttökurétt á EM í golfi en forkeppni mótsins lauk á Hvaleyrarvelli í dag. Ísland þurfti að vinna upp tólf högga forskot Portúgals til þess að ná þriðja sætinu sem gefur þáttökurétt á EM. Það varð ansi stórt bil að brúa og íslenska liðinu gekk ekkert að saxa á forskot Portúgalana. Ísland náði aðeins að vinna eitt högg á Portúgal og varð því ellefu höggum frá sæti á EM. England varð í efsti sæti á 11 höggum undir pari. Holland kom næst á einu höggi undir pari, Portúgal endaði á 11 yfir pari og Ísland á 22 höggum yfir pari. Ólafur Björn Loftsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku best í íslenska liðinu á mótinu eða á 3 höggum yfir pari. Ólafur lék á 70 höggum í dag en Guðmundur á 72. Kristján Þór Einarsson kláraði mótið á 5 höggum yfir pari og bauð upp á 73 högg í dag. Haraldur Franklín Magnús lék mótið á 9 höggum yfir pari og kláraði á 72 höggum í dag. Guðjón Henning Hilmarsson lék á 78 höggum í dag og samtals á 11 yfir pari. Andri Þór Björnsson endaði á 12 höggum yfir pari og spilaði á 74 höggum í dag.
Golf Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira