Ecclestone íhugar að fjármagna kappakstur í Lundúnum Birgir Þór Harðarson skrifar 29. júní 2012 06:00 Lengi hafa Formúlu 1 áhugamenn og auðmenn haft áhuga á því að halda Formúlu 1 kappasktur í Lundúnum, höfuðborg Bretlands. Ekki eru mörg á síðan teiknuð var upp braut um Hyde Park þar í borg. Þau áform féllu en nú hefur Bernie Ecclestone sagst tilbúinn að fjármagna kappakstur um stræti Lundúna ef vilji er fyrir hendi. Aðeins vika er liðin síðan hugmyndir um að Ólympíuleikvangnum verði breytt í kappakstursbraut komust á yfirborðið. Bernie kappakostar nú við að halda þeim hugmyndum á lofti. Spánski bankinn Santander hélt í gær athöfn til að kynna sig og breska kappaksturinn eftir viku. Santander er titilstyrktaraðili kappakstursins þar í landi. Þar var lagt til hvernig brautin mundi liggja. Gert er ráð fyrir að yfir 120.000 áhorfendur gætu fylgst með kappakstrinum á götum Lundúna. Brautin mundi þá liggja um Trafalgar-torg, framhjá Buckingham-höll og Westminster. "Hugsaðu þér hvað þetta myndi gera fyrir túrismann," sagði Ecclestone. "Þetta yrði stórkoslegt, gott fyrir Lundúnir, gott fyrir England. Alla vega miklu betra en Ólympíuleikarnir." Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lengi hafa Formúlu 1 áhugamenn og auðmenn haft áhuga á því að halda Formúlu 1 kappasktur í Lundúnum, höfuðborg Bretlands. Ekki eru mörg á síðan teiknuð var upp braut um Hyde Park þar í borg. Þau áform féllu en nú hefur Bernie Ecclestone sagst tilbúinn að fjármagna kappakstur um stræti Lundúna ef vilji er fyrir hendi. Aðeins vika er liðin síðan hugmyndir um að Ólympíuleikvangnum verði breytt í kappakstursbraut komust á yfirborðið. Bernie kappakostar nú við að halda þeim hugmyndum á lofti. Spánski bankinn Santander hélt í gær athöfn til að kynna sig og breska kappaksturinn eftir viku. Santander er titilstyrktaraðili kappakstursins þar í landi. Þar var lagt til hvernig brautin mundi liggja. Gert er ráð fyrir að yfir 120.000 áhorfendur gætu fylgst með kappakstrinum á götum Lundúna. Brautin mundi þá liggja um Trafalgar-torg, framhjá Buckingham-höll og Westminster. "Hugsaðu þér hvað þetta myndi gera fyrir túrismann," sagði Ecclestone. "Þetta yrði stórkoslegt, gott fyrir Lundúnir, gott fyrir England. Alla vega miklu betra en Ólympíuleikarnir."
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira