Marcus Walker ýtir heldur betur undir goðsögnina einu sinni KR-ingur, ávallt KR-ingur. Þessi frábæri bakvörður sem fór á kostum með KR-liðinu veturinn 2010 til 2011 stóð nefnilega við loforð sitt og fékk sér KR-húðflúr á öxlina.
Walker gaf það loforð á sínum tíma að hann myndi láta "merkja" sig KR til lífstíðar tækist KR-liðinu að vinna Íslandsmeistaratitilinn vorið 2011. KR vann síðan titilinn ekki síst fyrir framlag Walker sem var með 32,5 stig að meðaltali og 67 prósent þriggja stiga skotnýtingu í lokaúrslitunum á móti Stjörnunni.
Walker spilaði í Úkraínu síðasta vetur og á meðan ekkert fréttist af nýju húðflúri kappans héldu nú flestir að hann hefði guggnað á loforðinu sínu. Það var hinsvegar ekki rétt.
Walker birti stoltur mynd af nýja KR-húðflúri sínu á fésbókinni í dag og það er óhætt að segja að hjarta KR-inga hafi slegið aðeins örar við að sjá hollustu Walker við félagið.
Marcus Walker hefur nú yfirgefið úkraínsku deildina og mun spila með Sigma Barcellona í ítölsku b-deildinni í vetur. Nýja húðflúrið hans er risastórt á vinstri öxlinni og verður því ávallt vel sjáanlegt inn á körfuboltavellinum í framtíðinni.
Marcus Walker fékk sér KR-húðflúr á öxlina
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti


„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
