Mál Svedda eru enn í rannsókn 27. ágúst 2012 00:01 Sverrir Þór Gunnarsson Mál Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann situr enn í varðhaldi vegna málsins og óvíst er hvort og þá hvenær hann verður framseldur til Spánar vegna eldri dóms, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Sverrir var handtekinn í byrjun júlí í kjölfar þess að yfir fimmtíu þúsund e-töflur fundust í farangri brasilískrar konu á Tom Jobim-flugvellinum í Rio. Hann hafði komið með sama flugi og hún frá Lissabon í Portúgal en farið óáreittur í gegnum tollskoðun á fölsku, íslensku vegabréfi. Sverrir var færður í Ary Franco-fangelsið í Água Santa, nærri Rio de Janeiro. Síðan hefur lögregla rannsakað málið og meðal annars verið í sambandi við íslensk yfirvöld vegna þess. Eftirgrennslan brasilísku lögreglunnar leiddi í ljós að Sverrir var með óafplánaðan níu ára fangelsisdóm á bakinu á Spáni vegna fíkniefnasmygls. Hugsanlegt er að hann verði framseldur þangað, en hins vegar er allt eins líklegt að það yrði ekki fyrr en að máli hans í Brasilíu verður að fullu lokið – jafnvel eftir að hann hefur afplánað fangelsisrefsingu. Íslensk lögregluyfirvöld hafa haft mál til rannsóknar sem tengjast Sverri. Ólíklegt er að hann sé á leið til Íslands í bráð svo að leiða megi þau til lykta.- sh Sveddi tönn handtekinn Fíkniefnabrot Brasilía Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Mál Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann situr enn í varðhaldi vegna málsins og óvíst er hvort og þá hvenær hann verður framseldur til Spánar vegna eldri dóms, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Sverrir var handtekinn í byrjun júlí í kjölfar þess að yfir fimmtíu þúsund e-töflur fundust í farangri brasilískrar konu á Tom Jobim-flugvellinum í Rio. Hann hafði komið með sama flugi og hún frá Lissabon í Portúgal en farið óáreittur í gegnum tollskoðun á fölsku, íslensku vegabréfi. Sverrir var færður í Ary Franco-fangelsið í Água Santa, nærri Rio de Janeiro. Síðan hefur lögregla rannsakað málið og meðal annars verið í sambandi við íslensk yfirvöld vegna þess. Eftirgrennslan brasilísku lögreglunnar leiddi í ljós að Sverrir var með óafplánaðan níu ára fangelsisdóm á bakinu á Spáni vegna fíkniefnasmygls. Hugsanlegt er að hann verði framseldur þangað, en hins vegar er allt eins líklegt að það yrði ekki fyrr en að máli hans í Brasilíu verður að fullu lokið – jafnvel eftir að hann hefur afplánað fangelsisrefsingu. Íslensk lögregluyfirvöld hafa haft mál til rannsóknar sem tengjast Sverri. Ólíklegt er að hann sé á leið til Íslands í bráð svo að leiða megi þau til lykta.- sh
Sveddi tönn handtekinn Fíkniefnabrot Brasilía Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira