Lífið

Inga Lind gerir þáttaröð um offitu

Inga Lind Karlsdóttir er nú á fullu að undirbúa heimildarþáttaröð um offitu á Íslandi.
Inga Lind Karlsdóttir er nú á fullu að undirbúa heimildarþáttaröð um offitu á Íslandi.
Inga Lind Karlsdóttir, fyrrum sjónvarpskona, er nú á fullu að viða að sér efni um offitu Íslendinga. Hún hefur stofnað fyrirtækið ilk ehf. í kringum framleiðslu á heimildarþáttaröð sem hún hyggst gera um þetta vandamál en það virðist sífellt verða stærra og umfangsmeira hér á landi.

Inga Lind segist í samtali við Fréttablaðið vera komin með fullt af efni og að verkefninu miði vel áfram. „Ég mun bara halda þeirri vinnu áfram," segir hún. Eins og Fréttablaðið greindi frá í apríl á síðasta ári hafði Inga Lind í hyggju að gera heimildarmynd um of feit börn en þá höfðu nýlegar rannsóknir sýnt fram á að fimmtungur barna á aldrinum sjö til níu ára væri of þungur.

„En síðan óx þetta bara og þróaðist út í að verða að heimildarþáttaröð um offitu almennt. Ég mun því ekki eingöngu einblína á börnin heldur allt umhverfið."

Inga Lind hefur verið áberandi í opinberri umræðu eftir að hún hætti í sjónvarpi. Hún hlaut meðal annars kosningu til stjórnlagaþingsins en kaus að þiggja ekki sætið eftir að Hæstiréttur úrskurðaði kosningu þess ólögmæta. Hún hefur jafnframt setið í stjórn Hjallastefnunnar á Íslandi. Í samtali við Fréttablaðið í apríl sagði Inga að ekkert eitt hefði orðið til þess að hún ákvað að athuga jarðveginn fyrir þessari heimildarmynd.

„Þetta er bara eitt vandamálið í þjóðfélaginu þar sem við getum gert betur og vonandi breytt einhverju." -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.