Red Bull flýgur uppfærðum bíl til Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 2. mars 2012 22:37 Heimsmeistarinn vonast til að geta hafið titilvörn sína með sigri í Ástralíu. Til þess þarf hann keppnishæfan fák sem Red Bull mun áreiðanlega skaffa honum. nordicphotos/afp Síðasta æfingalota Formúlu 1 liða áður en keppnistímabilið hefst þann 18. mars er í fullum gangi í Barcelona á Spáni. Í gær og í dag var Roman Grosjean á Lotus fljótastur þeirra 10 liða sem æfa. Með hverjum æfingadeginum sem líður skýrist staða liðanna gagnvart hvort öðru og eru sérfróðir nú enn sannfærðari um að baráttan verði jöfn í ár. Á æfingunum, sem öll liðin nema Marussia og HRT taka þátt í, reyna liðin að auka skilning sinn á bílunum. Í þessari síðustu æfingalotu er athyglinni enn frekar beint að keppnishraða og öðrum þáttum sem þurfa að vera 100% í keppnum ársins eins og viðgerðahlé, ræsingar og nýting dekkjanna. Raunar er HRT að berjast við að setja saman keppnisbíl sinn í verksmiðjum sínum í Madrid og stefna á að koma honum á brautina á sunnudag. "Það má ekkert útaf bregða því þá getum við gleymt þessu," sagði stjórnandi hjá liðinu í dag. Bíllinn féll á árekstrarprófi FIA í febrúar og er ekki enn kominn af tjökkunum og út á braut. Þá er von á uppfærðum Red Bull bíl með flugi í kvöld. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vill ekki dæma tækið fyrr en hann hefur reynt uppfærslurnar. "Uuu, ég hef ekki séð neitt," sagði glottandi Vettel, aðspurður hvort áhorfendur myndu geta séð einhvern mun á bílunum á morgun. Það er aldrei að vita hvort Red Bull lumi á einhverju hernaðarleyndarmáli rétt í lok undirbúningsins. Síðasta æfingalotan heldur áfram á morgun og sunnudag. Liðin halda þá í greni sín og gera ökutækin keppnishæf fyrir fyrsta mótið í Ástralíu þann 18. mars. Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Síðasta æfingalota Formúlu 1 liða áður en keppnistímabilið hefst þann 18. mars er í fullum gangi í Barcelona á Spáni. Í gær og í dag var Roman Grosjean á Lotus fljótastur þeirra 10 liða sem æfa. Með hverjum æfingadeginum sem líður skýrist staða liðanna gagnvart hvort öðru og eru sérfróðir nú enn sannfærðari um að baráttan verði jöfn í ár. Á æfingunum, sem öll liðin nema Marussia og HRT taka þátt í, reyna liðin að auka skilning sinn á bílunum. Í þessari síðustu æfingalotu er athyglinni enn frekar beint að keppnishraða og öðrum þáttum sem þurfa að vera 100% í keppnum ársins eins og viðgerðahlé, ræsingar og nýting dekkjanna. Raunar er HRT að berjast við að setja saman keppnisbíl sinn í verksmiðjum sínum í Madrid og stefna á að koma honum á brautina á sunnudag. "Það má ekkert útaf bregða því þá getum við gleymt þessu," sagði stjórnandi hjá liðinu í dag. Bíllinn féll á árekstrarprófi FIA í febrúar og er ekki enn kominn af tjökkunum og út á braut. Þá er von á uppfærðum Red Bull bíl með flugi í kvöld. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vill ekki dæma tækið fyrr en hann hefur reynt uppfærslurnar. "Uuu, ég hef ekki séð neitt," sagði glottandi Vettel, aðspurður hvort áhorfendur myndu geta séð einhvern mun á bílunum á morgun. Það er aldrei að vita hvort Red Bull lumi á einhverju hernaðarleyndarmáli rétt í lok undirbúningsins. Síðasta æfingalotan heldur áfram á morgun og sunnudag. Liðin halda þá í greni sín og gera ökutækin keppnishæf fyrir fyrsta mótið í Ástralíu þann 18. mars.
Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira