Íslenski boltinn

Rhys Weston samdi við lið í Malasíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Weston í leik með KR í sumar.
Weston í leik með KR í sumar. Mynd/Ernir
Varnarmaðurinn Rhys Weston, sem lék með KR framan af sumri, er genginn til liðs við Sabah FA sem leikur í Malasíu.

Weston fór frá KR í ágúst síðastliðnum en hann gerði tveggja ára samning við félagið fyrir síðasta tímabil. Hann var áður fyrirliði skoska liðsins Dundee en hefur einnig spilað í Englandi og Noregi.

Fram kemur á heimasíðu KR að Weston hafi æft með D-deildarliðinu Barnet í Englandi að undanförnu en að hann haldi nú á vit nýrra ævintýra í Malasíu.

Sabah er frá eyjunnji Borneó en félagið féll úr efstu deild á síðasta tímabili. Nú leiktíð hefst í janúar næstkomandi og stendur yfir fram á mitt sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×