Innlent

Casper Christensen valdi Íslendinga næstfyndnustu menn Danmerkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bræðurnir Bjarni Hedtoft Reynisson og Davíð Hedtoft Reynisson unnu í gær verðlaun í keppninni Næstfyndnustu menn Danmerkur. Það var enginn annar enn Casper Christiansen, annar aðalleikaranna úr Klovn, sem stóð að keppninni og valdi þá bræður sem sigurvegara. Það var atriðið þeirra, sem finna má hér, sem vakti athygli.

„Hún fór fram á facebook. Þetta var facebookkeppni sem byrjaði fyrir um þremur vikum síðan. Maður gat sent inn ljósmynd, myndband eða bara einhvern brandara og það voru held ég tæplega 2000 manns sem sendu eitthvað inn. Og úrslitin voru sem sagt í gærkvöldi," segir Bjarni í samtali við Vísi.

Svo var valið úr þremur myndböndunum úr úrslitunum. „Það voru valin myndböndin sem fengu flest læk á facebook, en það var í raun eingöngu Casper Christianesen sem réði úrslitum. Hann gaf okkur þúsund læk og þar af leiðandi flest lækin," segir Bjarni.

Sigurlaunin sem bræðurnir fá er að komast inn í framleiðslufyrirtæki Caspers Christiansen og fá að gera þátt sem heitir Live frá Bremen. „Þetta er svona Saturday Nightlife þáttur í Danmörku og við fáum sem sagt að koma inn og vinna með hans teymi," segir Bjarni.

Bræðurnir eru líka komnir með facebooksíðu sem heitir The Bros og má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×