Ekkert hafa þeir lært Gunnar Karlsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. Þótt hann hafi vissulega haft mikla pólitíska hæfileika hafði hann aldrei haft mikinn kosningasjarma fram að því. Alltaf var mesta basl að koma honum inn á Alþingi, þótt hann væri meðal helstu forystumanna Alþýðubandalagsins eftir að hann gekk í þann flokk. Á árunum 1983-91 sat hann á varamannabekk þingsins.Góður í að tala við þá En þegar Ólafur náði kjöri til forseta árið 1996 gerðist það af því að sagt var að hann hefði svo góð sambönd í útlöndum, einkum í gegnum fjölþjóðleg þingmannasamtök þar sem hann var í forystu. Hann þekkti svo marga merka útlendinga, var sagt, væri svo góður í að tala við þá og svo mikils metinn af þeim. Ólafur skildi líka vel til hvaða hlutverks hann hefði verið kosinn og gerðist ötull talsmaður útrásar og þenslu meðan það gaman stóð yfir.Ekkert lært af hruninu Skoðanakannanir sýndu að Ólafur Ragnar sótti megnið af kjörfylgi sínu í ár til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þeirra flokka sem stóðu að baki ofþenslunni á útrásarárunum. Fylgi þeirra við hann sýnir að þetta fólk hefur ekki skipt um stefnu í grundvallaratriðum. Það hefur ekki lært neitt af hruninu. Því finnst enn að ofþenslan sé hið eðlilega ástand.Síðnæturstund milli partía Árin þegar hreingerningakonan Jóhanna Sigurðardóttir kom með lið sitt og tók til eftir það séu bara eins konar síðnæturstund á milli partíanna. Ef þessir flokkar komast til valda eru þeir líklegir til að leyfa og styðja einhverja sams konar vitleysu og ríkti á árunum í kringum aldamótin, ekki nákvæmlega sömu vitleysuna, enda yrði það ekki hægt, en hugsanlega eitthvað engu betra. Þetta er alvarlegt mál vegna þess að skoðanakannanir sýna að útrásarflokkarnir muni fá hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum ef ekkert breytist. Kannski þurfum við að ganga í gegnum annað hrun til þess að byrja að læra eitthvað af reynslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. Þótt hann hafi vissulega haft mikla pólitíska hæfileika hafði hann aldrei haft mikinn kosningasjarma fram að því. Alltaf var mesta basl að koma honum inn á Alþingi, þótt hann væri meðal helstu forystumanna Alþýðubandalagsins eftir að hann gekk í þann flokk. Á árunum 1983-91 sat hann á varamannabekk þingsins.Góður í að tala við þá En þegar Ólafur náði kjöri til forseta árið 1996 gerðist það af því að sagt var að hann hefði svo góð sambönd í útlöndum, einkum í gegnum fjölþjóðleg þingmannasamtök þar sem hann var í forystu. Hann þekkti svo marga merka útlendinga, var sagt, væri svo góður í að tala við þá og svo mikils metinn af þeim. Ólafur skildi líka vel til hvaða hlutverks hann hefði verið kosinn og gerðist ötull talsmaður útrásar og þenslu meðan það gaman stóð yfir.Ekkert lært af hruninu Skoðanakannanir sýndu að Ólafur Ragnar sótti megnið af kjörfylgi sínu í ár til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þeirra flokka sem stóðu að baki ofþenslunni á útrásarárunum. Fylgi þeirra við hann sýnir að þetta fólk hefur ekki skipt um stefnu í grundvallaratriðum. Það hefur ekki lært neitt af hruninu. Því finnst enn að ofþenslan sé hið eðlilega ástand.Síðnæturstund milli partía Árin þegar hreingerningakonan Jóhanna Sigurðardóttir kom með lið sitt og tók til eftir það séu bara eins konar síðnæturstund á milli partíanna. Ef þessir flokkar komast til valda eru þeir líklegir til að leyfa og styðja einhverja sams konar vitleysu og ríkti á árunum í kringum aldamótin, ekki nákvæmlega sömu vitleysuna, enda yrði það ekki hægt, en hugsanlega eitthvað engu betra. Þetta er alvarlegt mál vegna þess að skoðanakannanir sýna að útrásarflokkarnir muni fá hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum ef ekkert breytist. Kannski þurfum við að ganga í gegnum annað hrun til þess að byrja að læra eitthvað af reynslunni.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar