Björgunarsveitir enn að störfum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2012 12:09 Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum vegna aftakaverðursins sem gengið hefur yfir landið. Á sjötta hundrað hjálparbeiðnir hafa borist björgunarsveitum. Útlit er fyrir hvassviðri og storm á landinu öllu í dag. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í morgun. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hún segir björgunarsveitarmenn enn að störfum. Þeir hafa í morgun verið að vinna á Akranesi og á Akureyri en töluvert hafi róast síðan í gær. Útköllum björgunarsveita tók að fækka í gærkvöldi en björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu sinntu tíu útköllum í nótt. Þá var björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði kölluð út rétt fyrir miðnætti vegna bíls sem fór út af í Oddskarði og Björgunarfélag Akraness á þriðja tímanum í nótt vegna gestahúss sem var að fjúka. Nokkur hætta skapaðist þegar þakplötur tóku að losna af stórri skemmu á Esjumelum í gærkvöldi. Óttast var að þær myndu dreifast yfir Vesturlandsveginn og Leirvogstunguhverfið í Mosfellsbæ og voru íbúar þar því beðnir um að vera ekki á ferli. Um fimm hundruð og fimmtíu aðstoðarbeiðnir hafa borist björgunarsveitunum vegna óveðursins. Ólöf segir það með því mesta sem sést hafi. Þá voru hátt í tvö hundruð og fimmtíu björgunarsveitarmenn að störfum þegar mest var í gær. Flest voru verkefnin á stór Reykjavíkursvæðinu og en ástandið var einnig erfitt undir Eyjafjöllum. Ólöf segir óvenju margar tilkynningar hafa borist um slys á fólki í fárviðrinu í gær en ríflega fjörtíu manns leituðu á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fokið um koll. Hún segir hættulegt ástand hafa myndast við nokkrar stórar byggingar í Reykjavík líkt og Höfðatorgið. Ég velti því nú fyrir mér hvort að við Íslendingar þurfum ekki að fara að horfa aðeins meira í veðrið þegar að við byggjum," segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Ég meina við byggjum traust og góð hús en við ættum að skoða vindinn aðeins meira. Við sáum það í gær að það eru ákveðnir staðir í borginni sem að geta bara hreinlega verið hættulegir út af þessum sviptivindum sem að myndast af byggingum í svona veðri. Kannski væri fyrsta skrefið að kortleggja þá þannig að við vitum hvar við eigum að vara okkur" Allt innanlandsflug liggur niðri en skoðað verður eftir klukkan eitt hvenær hægt verður að fljúga. Veðrið hefur þó ekki áhrif Herjólf sem siglir í dag á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Veðrið hefur nokkuð skánað frá því í gær en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður áfram hvassviðri og stormur á landinu öllu í dag. Veðrið fer svo að ganga smá saman niður í kvöld og í nótt. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum vegna aftakaverðursins sem gengið hefur yfir landið. Á sjötta hundrað hjálparbeiðnir hafa borist björgunarsveitum. Útlit er fyrir hvassviðri og storm á landinu öllu í dag. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í morgun. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hún segir björgunarsveitarmenn enn að störfum. Þeir hafa í morgun verið að vinna á Akranesi og á Akureyri en töluvert hafi róast síðan í gær. Útköllum björgunarsveita tók að fækka í gærkvöldi en björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu sinntu tíu útköllum í nótt. Þá var björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði kölluð út rétt fyrir miðnætti vegna bíls sem fór út af í Oddskarði og Björgunarfélag Akraness á þriðja tímanum í nótt vegna gestahúss sem var að fjúka. Nokkur hætta skapaðist þegar þakplötur tóku að losna af stórri skemmu á Esjumelum í gærkvöldi. Óttast var að þær myndu dreifast yfir Vesturlandsveginn og Leirvogstunguhverfið í Mosfellsbæ og voru íbúar þar því beðnir um að vera ekki á ferli. Um fimm hundruð og fimmtíu aðstoðarbeiðnir hafa borist björgunarsveitunum vegna óveðursins. Ólöf segir það með því mesta sem sést hafi. Þá voru hátt í tvö hundruð og fimmtíu björgunarsveitarmenn að störfum þegar mest var í gær. Flest voru verkefnin á stór Reykjavíkursvæðinu og en ástandið var einnig erfitt undir Eyjafjöllum. Ólöf segir óvenju margar tilkynningar hafa borist um slys á fólki í fárviðrinu í gær en ríflega fjörtíu manns leituðu á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fokið um koll. Hún segir hættulegt ástand hafa myndast við nokkrar stórar byggingar í Reykjavík líkt og Höfðatorgið. Ég velti því nú fyrir mér hvort að við Íslendingar þurfum ekki að fara að horfa aðeins meira í veðrið þegar að við byggjum," segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Ég meina við byggjum traust og góð hús en við ættum að skoða vindinn aðeins meira. Við sáum það í gær að það eru ákveðnir staðir í borginni sem að geta bara hreinlega verið hættulegir út af þessum sviptivindum sem að myndast af byggingum í svona veðri. Kannski væri fyrsta skrefið að kortleggja þá þannig að við vitum hvar við eigum að vara okkur" Allt innanlandsflug liggur niðri en skoðað verður eftir klukkan eitt hvenær hægt verður að fljúga. Veðrið hefur þó ekki áhrif Herjólf sem siglir í dag á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Veðrið hefur nokkuð skánað frá því í gær en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður áfram hvassviðri og stormur á landinu öllu í dag. Veðrið fer svo að ganga smá saman niður í kvöld og í nótt.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira