Björgunarsveitir enn að störfum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. nóvember 2012 12:09 Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum vegna aftakaverðursins sem gengið hefur yfir landið. Á sjötta hundrað hjálparbeiðnir hafa borist björgunarsveitum. Útlit er fyrir hvassviðri og storm á landinu öllu í dag. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í morgun. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hún segir björgunarsveitarmenn enn að störfum. Þeir hafa í morgun verið að vinna á Akranesi og á Akureyri en töluvert hafi róast síðan í gær. Útköllum björgunarsveita tók að fækka í gærkvöldi en björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu sinntu tíu útköllum í nótt. Þá var björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði kölluð út rétt fyrir miðnætti vegna bíls sem fór út af í Oddskarði og Björgunarfélag Akraness á þriðja tímanum í nótt vegna gestahúss sem var að fjúka. Nokkur hætta skapaðist þegar þakplötur tóku að losna af stórri skemmu á Esjumelum í gærkvöldi. Óttast var að þær myndu dreifast yfir Vesturlandsveginn og Leirvogstunguhverfið í Mosfellsbæ og voru íbúar þar því beðnir um að vera ekki á ferli. Um fimm hundruð og fimmtíu aðstoðarbeiðnir hafa borist björgunarsveitunum vegna óveðursins. Ólöf segir það með því mesta sem sést hafi. Þá voru hátt í tvö hundruð og fimmtíu björgunarsveitarmenn að störfum þegar mest var í gær. Flest voru verkefnin á stór Reykjavíkursvæðinu og en ástandið var einnig erfitt undir Eyjafjöllum. Ólöf segir óvenju margar tilkynningar hafa borist um slys á fólki í fárviðrinu í gær en ríflega fjörtíu manns leituðu á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fokið um koll. Hún segir hættulegt ástand hafa myndast við nokkrar stórar byggingar í Reykjavík líkt og Höfðatorgið. Ég velti því nú fyrir mér hvort að við Íslendingar þurfum ekki að fara að horfa aðeins meira í veðrið þegar að við byggjum," segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Ég meina við byggjum traust og góð hús en við ættum að skoða vindinn aðeins meira. Við sáum það í gær að það eru ákveðnir staðir í borginni sem að geta bara hreinlega verið hættulegir út af þessum sviptivindum sem að myndast af byggingum í svona veðri. Kannski væri fyrsta skrefið að kortleggja þá þannig að við vitum hvar við eigum að vara okkur" Allt innanlandsflug liggur niðri en skoðað verður eftir klukkan eitt hvenær hægt verður að fljúga. Veðrið hefur þó ekki áhrif Herjólf sem siglir í dag á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Veðrið hefur nokkuð skánað frá því í gær en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður áfram hvassviðri og stormur á landinu öllu í dag. Veðrið fer svo að ganga smá saman niður í kvöld og í nótt. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Björgunarsveitarmenn eru enn að störfum vegna aftakaverðursins sem gengið hefur yfir landið. Á sjötta hundrað hjálparbeiðnir hafa borist björgunarsveitum. Útlit er fyrir hvassviðri og storm á landinu öllu í dag. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum í morgun. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hún segir björgunarsveitarmenn enn að störfum. Þeir hafa í morgun verið að vinna á Akranesi og á Akureyri en töluvert hafi róast síðan í gær. Útköllum björgunarsveita tók að fækka í gærkvöldi en björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu sinntu tíu útköllum í nótt. Þá var björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði kölluð út rétt fyrir miðnætti vegna bíls sem fór út af í Oddskarði og Björgunarfélag Akraness á þriðja tímanum í nótt vegna gestahúss sem var að fjúka. Nokkur hætta skapaðist þegar þakplötur tóku að losna af stórri skemmu á Esjumelum í gærkvöldi. Óttast var að þær myndu dreifast yfir Vesturlandsveginn og Leirvogstunguhverfið í Mosfellsbæ og voru íbúar þar því beðnir um að vera ekki á ferli. Um fimm hundruð og fimmtíu aðstoðarbeiðnir hafa borist björgunarsveitunum vegna óveðursins. Ólöf segir það með því mesta sem sést hafi. Þá voru hátt í tvö hundruð og fimmtíu björgunarsveitarmenn að störfum þegar mest var í gær. Flest voru verkefnin á stór Reykjavíkursvæðinu og en ástandið var einnig erfitt undir Eyjafjöllum. Ólöf segir óvenju margar tilkynningar hafa borist um slys á fólki í fárviðrinu í gær en ríflega fjörtíu manns leituðu á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fokið um koll. Hún segir hættulegt ástand hafa myndast við nokkrar stórar byggingar í Reykjavík líkt og Höfðatorgið. Ég velti því nú fyrir mér hvort að við Íslendingar þurfum ekki að fara að horfa aðeins meira í veðrið þegar að við byggjum," segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Ég meina við byggjum traust og góð hús en við ættum að skoða vindinn aðeins meira. Við sáum það í gær að það eru ákveðnir staðir í borginni sem að geta bara hreinlega verið hættulegir út af þessum sviptivindum sem að myndast af byggingum í svona veðri. Kannski væri fyrsta skrefið að kortleggja þá þannig að við vitum hvar við eigum að vara okkur" Allt innanlandsflug liggur niðri en skoðað verður eftir klukkan eitt hvenær hægt verður að fljúga. Veðrið hefur þó ekki áhrif Herjólf sem siglir í dag á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar. Veðrið hefur nokkuð skánað frá því í gær en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður áfram hvassviðri og stormur á landinu öllu í dag. Veðrið fer svo að ganga smá saman niður í kvöld og í nótt.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira