Mótið í Abu Dhabi lykillinn að titlinum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Sebastian Vettel. Nordic Photos / Getty Images Kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina er mjög mikilvægur fyrir framvindu heimsmeistaratitilbaráttunnar í ár. Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins, hefur þrettán stiga forystu á Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, þegar þrjú mót eru eftir af tímabilinu. Alonso vonast til að geta komið Ferrari-bíl sínum fram fyrir Vettel á brautinni. Vilji Alonso eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum er það honum nauðsynlegt að hámarka árangur sinn gagnvart Vettel um helgina. Takist Vettel að vinna kappaksturinn eykur hann forystu sína í 20 stig og gerir honum síðustu mótin mun auðveldari. Eftir mótið í Abu Dhabi verður keppt í Bandaríkjunum og svo í Brasilíu. Það eru að hámarki 75 stig eftir í boði fyrir sigur í öllum þremur mótunum. Átján stig fást fyrir annað sæti og 15 stig fyrir þriðja sæti. Vettel er hins vegar ekki í rónni og segist enn vera berskjaldaður í titilbaráttunni. „Það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til þess að missa af stigunum sem maður er að vonast eftir," sagði Vettel. Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina er mjög mikilvægur fyrir framvindu heimsmeistaratitilbaráttunnar í ár. Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins, hefur þrettán stiga forystu á Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, þegar þrjú mót eru eftir af tímabilinu. Alonso vonast til að geta komið Ferrari-bíl sínum fram fyrir Vettel á brautinni. Vilji Alonso eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum er það honum nauðsynlegt að hámarka árangur sinn gagnvart Vettel um helgina. Takist Vettel að vinna kappaksturinn eykur hann forystu sína í 20 stig og gerir honum síðustu mótin mun auðveldari. Eftir mótið í Abu Dhabi verður keppt í Bandaríkjunum og svo í Brasilíu. Það eru að hámarki 75 stig eftir í boði fyrir sigur í öllum þremur mótunum. Átján stig fást fyrir annað sæti og 15 stig fyrir þriðja sæti. Vettel er hins vegar ekki í rónni og segist enn vera berskjaldaður í titilbaráttunni. „Það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til þess að missa af stigunum sem maður er að vonast eftir," sagði Vettel.
Formúla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira