Innlent

Jón Gnarr baðst afsökunar á ímynd hjóla í Næturvaktinni

Jón Gnarr hefur opinberlega beðið hjólreiðamenn afsökunar á þeirri listrænu framsetningu sem fram kom í þáttaröðinni um Næturvaktina. Þar er hann í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar og til þess að undirstrika hversu andfélagsleg staða Georgs í þáttunum er, kemur hann á reiðhjóli í vinnuna.

Þetta kom fram í setningaræðu borgarstjórans við ráðstefnuna Hjólum til framtíðar 2012 - rannsóknir og reynsla. Borgarstjóri þakkaði um leið fyrir að hafa fengið þessa ábendingu frá hjólreiðamönnum um þá ímyndarvinnu sem íslenskur afþreyingariðnaður hefur gert með hjólreiðar. Hann ætlar að beita sér fyrir því að öll myndbrot þar sem Georg á hjóli kemur fyrir, verði klippt út úr þáttunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×