Frelsi og sjálfræði – eða bergmál frá miðöldum 27. september 2012 06:00 Undir lok átjándu aldar gerðu bandarískir þrælar uppreisn gegn kúgurum sínum og vildu frelsi. Kúgararnir vildu reyndar líka frelsi, frelsi frá alríkinu bandaríska til að halda þræla. Þess vegna var þetta réttnefnt frelsisstríð. Uppreisninni lauk með sigri þrælanna og annarra sem skildu frelsishugsjónina þeirra skilningi. Þetta var vorið í Norður-Ameríku. Þessir vindar bárust einnig til Frakklands og þar var gerð bylting undir yfirskriftinni „frelsi, jafnrétti og bræðralag". Vorið var komið til Evrópu. Það gerði reyndar hret, mörg hret og frelsið reyndist síður en svo auðfengið. Vorið kom líka til Íslands, smátt og smátt þokaðist samfélagið nær því að geta talist samfélag jafningja. Ekki af því að allir væru beinlínis jafnir, heldur vegna þess að hrein og klár mismunun studd af yfirvöldum og fest í lög var numin úr gildi. Þetta gerðist m.a. með því að konur fengu kosningarétt, verkamenn á skipum fengu rétt til að sofa, börn og ungmenni fengu rétt til að ganga í skóla og gamalt fólk fékk tækifæri til að hætta að vinna án þess að lenda á vonarvöl. Eftir því sem frelsið jókst, og eftir því sem fleirum hlotnaðist sjálfstæði og sjálfræði til að nýta sér það svigrúm sem aukið frelsi veitti, komu í ljós nýir hópar fólks sem bjuggu ekki bara við bág efnahagsleg kjör heldur yfirgripsmiklar frelsisskerðingar. Hér á ég við fólk sem bjó við fötlun. Til skamms tíma hefur líf fólks með fötlun verið undir gæsku og góðvild annarra komið. Stuðningur við þennan hóp miðaði fyrst við að gera því kleift að lifa af, kannski líka að gefa foreldrum og öðrum aðstandendum svigrúm til að sinna vinnu og eigin áhugamálum. Á síðustu árum hafa þær raddir heyrst að þessu fólki bæri frelsi og jafnrétti ekki síður en öðrum. Þessar raddir hafa ekki síst heyrst frá því fólki sem sjálft býr við fötlun, því eins og öðrum finnst því lítilsvirðing í því fólgin að vera upp á gæsku og góðvild annarra komið. Það vill fá að vera sjálfstætt, fá að taka þátt í þjóðlífinu, setja sér sín eigin markmið og vinna að þeim eftir eigin getu. Það vill fá að stjórna eigin lífi sjálft. Nýlegar hugmyndir um skyldur ríkisins við fatlaða hafa einmitt þessa hugmyndafræði að leiðarljósi. Það er skylda ríkisins að búa svo í haginn fyrir fólk sem er með fötlun að það sjálft og aðstandendur þess geti lifað með reisn. Þetta er reyndar ekki sérstök skylda ríkisins við fólk með fötlun, heldur hefur ríkisvaldið þá skyldu gagnvart öllum borgurum að þeir eigi þess kost að lifa með reisn. Um þetta ætti að vera víðtæk sátt. Enginn sem hefur lágmarksskilning á mannréttindum ætti að vilja mæla þessu mót. Þess vegna brá mér í brún þegar ég sá í blaði um daginn eftirfarandi orð: „Það þarf líka að stokka upp í kerfinu. Ég er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af því að það sé verið að ríkisvæða náungakærleikann. Í stað þess að við sameinumst til stuðnings náunga okkar sem á erfitt t.d. í gegnum eigin framlög með vinnu eða fjármunum, kirkjufélög, sjálfboðasamtök, er öllu vísað á ríkisstofnanir, af því að skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa." Mér brá í brún því ég hafði ekki skilið stuðning við þá sem höllum fæti standa sem ríkisvæðingu náungakærleikans, heldur sem viðleitni ríkisins til að stuðla að frelsi og réttlæti – til að tryggja að fólk njóti mannréttinda. Skattarnir og bótakerfið eiga meðal annars að tryggja öllum mannsæmandi líf, þ.e. líf sem byggist á því að mannréttindi séu virt, hvernig sem fólk er til líkama og sálar. Betur má ef duga skal, en viðleitnin er þó í þessa átt. Sjálfstæði og sjálfræði fólks er auk þess forsenda þess að samfélagið geti einkennst af vináttu og virðingu fólks – náungakærleika – því einungis meðal jafningja getur vinátta verið sönn og gagnkvæm. Á miðöldum varð fólk, sem þurfti á hjálp að halda, iðulega að reiða sig á gæsku og góðvild annarra. Lífsáform þess voru algjörlega undir öðrum komin og framfærslan byggð á betli. Þetta fólk bjó því við kjör sem voru líkari kjörum þræla en frjálsra manna. Þegar ég sá þessa tilvitnun að ofan fannst mér ég heyra bergmál frá miðöldum. Samt var höfundur orðanna samtímamaður í stjórnmálum, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem sagði líka að Alþingi væri of lítill staður fyrir hann (Reykjanes, 20.september 2012, bls. 8-9). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Undir lok átjándu aldar gerðu bandarískir þrælar uppreisn gegn kúgurum sínum og vildu frelsi. Kúgararnir vildu reyndar líka frelsi, frelsi frá alríkinu bandaríska til að halda þræla. Þess vegna var þetta réttnefnt frelsisstríð. Uppreisninni lauk með sigri þrælanna og annarra sem skildu frelsishugsjónina þeirra skilningi. Þetta var vorið í Norður-Ameríku. Þessir vindar bárust einnig til Frakklands og þar var gerð bylting undir yfirskriftinni „frelsi, jafnrétti og bræðralag". Vorið var komið til Evrópu. Það gerði reyndar hret, mörg hret og frelsið reyndist síður en svo auðfengið. Vorið kom líka til Íslands, smátt og smátt þokaðist samfélagið nær því að geta talist samfélag jafningja. Ekki af því að allir væru beinlínis jafnir, heldur vegna þess að hrein og klár mismunun studd af yfirvöldum og fest í lög var numin úr gildi. Þetta gerðist m.a. með því að konur fengu kosningarétt, verkamenn á skipum fengu rétt til að sofa, börn og ungmenni fengu rétt til að ganga í skóla og gamalt fólk fékk tækifæri til að hætta að vinna án þess að lenda á vonarvöl. Eftir því sem frelsið jókst, og eftir því sem fleirum hlotnaðist sjálfstæði og sjálfræði til að nýta sér það svigrúm sem aukið frelsi veitti, komu í ljós nýir hópar fólks sem bjuggu ekki bara við bág efnahagsleg kjör heldur yfirgripsmiklar frelsisskerðingar. Hér á ég við fólk sem bjó við fötlun. Til skamms tíma hefur líf fólks með fötlun verið undir gæsku og góðvild annarra komið. Stuðningur við þennan hóp miðaði fyrst við að gera því kleift að lifa af, kannski líka að gefa foreldrum og öðrum aðstandendum svigrúm til að sinna vinnu og eigin áhugamálum. Á síðustu árum hafa þær raddir heyrst að þessu fólki bæri frelsi og jafnrétti ekki síður en öðrum. Þessar raddir hafa ekki síst heyrst frá því fólki sem sjálft býr við fötlun, því eins og öðrum finnst því lítilsvirðing í því fólgin að vera upp á gæsku og góðvild annarra komið. Það vill fá að vera sjálfstætt, fá að taka þátt í þjóðlífinu, setja sér sín eigin markmið og vinna að þeim eftir eigin getu. Það vill fá að stjórna eigin lífi sjálft. Nýlegar hugmyndir um skyldur ríkisins við fatlaða hafa einmitt þessa hugmyndafræði að leiðarljósi. Það er skylda ríkisins að búa svo í haginn fyrir fólk sem er með fötlun að það sjálft og aðstandendur þess geti lifað með reisn. Þetta er reyndar ekki sérstök skylda ríkisins við fólk með fötlun, heldur hefur ríkisvaldið þá skyldu gagnvart öllum borgurum að þeir eigi þess kost að lifa með reisn. Um þetta ætti að vera víðtæk sátt. Enginn sem hefur lágmarksskilning á mannréttindum ætti að vilja mæla þessu mót. Þess vegna brá mér í brún þegar ég sá í blaði um daginn eftirfarandi orð: „Það þarf líka að stokka upp í kerfinu. Ég er í hópi þeirra sem hafa áhyggjur af því að það sé verið að ríkisvæða náungakærleikann. Í stað þess að við sameinumst til stuðnings náunga okkar sem á erfitt t.d. í gegnum eigin framlög með vinnu eða fjármunum, kirkjufélög, sjálfboðasamtök, er öllu vísað á ríkisstofnanir, af því að skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa." Mér brá í brún því ég hafði ekki skilið stuðning við þá sem höllum fæti standa sem ríkisvæðingu náungakærleikans, heldur sem viðleitni ríkisins til að stuðla að frelsi og réttlæti – til að tryggja að fólk njóti mannréttinda. Skattarnir og bótakerfið eiga meðal annars að tryggja öllum mannsæmandi líf, þ.e. líf sem byggist á því að mannréttindi séu virt, hvernig sem fólk er til líkama og sálar. Betur má ef duga skal, en viðleitnin er þó í þessa átt. Sjálfstæði og sjálfræði fólks er auk þess forsenda þess að samfélagið geti einkennst af vináttu og virðingu fólks – náungakærleika – því einungis meðal jafningja getur vinátta verið sönn og gagnkvæm. Á miðöldum varð fólk, sem þurfti á hjálp að halda, iðulega að reiða sig á gæsku og góðvild annarra. Lífsáform þess voru algjörlega undir öðrum komin og framfærslan byggð á betli. Þetta fólk bjó því við kjör sem voru líkari kjörum þræla en frjálsra manna. Þegar ég sá þessa tilvitnun að ofan fannst mér ég heyra bergmál frá miðöldum. Samt var höfundur orðanna samtímamaður í stjórnmálum, Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem sagði líka að Alþingi væri of lítill staður fyrir hann (Reykjanes, 20.september 2012, bls. 8-9).
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar