Já en – við þjóðkirkjuákvæði Hjalti Hugason skrifar 27. september 2012 06:00 Með grein hér í Fréttablaðinu fyrir nokkru (18. sept.) mælti ég með að kjósendur í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu svöruðu spurningunni „vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?" með já-i. Væri þess kostur mundi ég samt hvetja til að greitt yrði atkvæði með „Já en…!" Með já-yrðinu meina ég því ekki að 62. gr. stjskr. skuli standa óbreytt. Þvert á móti tel ég að þróa beri þann arf sem við búum að frá þeirri frjálslyndis- og frjálsræðisþróun sem hófst um miðja 19. öld inn í þá fjölhyggju sem nú hefur rutt sér til rúms. Á grundvelli þjóðkirkjuákvæðis í breyttri mynd má vel þróa trúmálarétt sem hæfir 21. öldinni. Viðmið við breytingarVið breytingar á núgildandi trúmálakafla stjskr. (VI. kafla) verður að 1) tryggja jafnræði fólks óháð trúar- og lífsskoðunum, 2) tryggja rétt fólks til að tjá trúar- og lífsskoðanir sínar og iðka þær í einrúmi eða með öðrum, 3) tryggja rétt fólks til að hafna slíkum skoðunum, 4) jafna stöðu trúfélaga eftir því sem eðlilegt má telja með tilliti til stöðu þeirra í samfélaginu 5) og loks jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er fagnaðarefni að þegar er í gangi vinna að frumvæði innanríkisráðherra sem miðar að því að jafna stöðu skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í landinu. Markmiðunum öllum verður þó best náð með endurskoðaðri trúmálagrein í stjskr. Trúfrelsi- og þjóðkirkjuákvæðiSé vilji til að byggja ekki aðeins þjóðkirkjuákvæði heldur einnig trúfrelsisgrein stjskr. á innlendum rétti í stað alþjóðasáttmála eins og stjórnlagaráð kýs að gera í frumvarpi sínu (18. gr.) gæti nýtt trúfrelsis- og þjóðkirkjuákvæði hljómað í líkingu við þetta: Allir eiga rétt á að iðka trú eða lífsskoðun í samræmi við sannfæringu sína og að stofna um það félög. Öllum er frjálst að standa utan slíkra félaga. Enginn má skorast undan almennri þegnskyldu vegna trúar- eða lífsskoðana. Enginn er skyldur til að greiða persónuleg gjöld til trú- eða lífsskoðunarfélags sem hann á ekki aðild að. Ríkisvaldið verndar öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Evangelíska lúterska kirkjan er þjóðkirkja á Íslandi. Breyta má þessu með lögum. Slík lög skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar í leynilegri atkvæðagreiðslu. Þessi endurskoðaða trúfrelsisgrein ætti heima næst á eftir greinum sem fjalla um almennt skoðunar-, tjáningar-, og félagafrelsi, (þ.e. eftir núv. 74. gr.) svipað og gert er í frumvarpi stjórnlagaráðs. Hinu breytta trúfrelsisákvæði er ætlað að taka af tvímæli um skoðana-, tjáningar- og félagafrelsi á sviði trúmála. Þá er því ætlað að standa vörð um rétt þeirra sem vilja standa utan allra trúfélaga og trúariðkunar. Takmörk trúfrelsisAlmenn jafnræðisregla (sbr. 65. gr. stjskr.) kveður á fullnægjandi hátt á um að ekki megi mismuna fólki eða skerða rétt þess vegna trúar eða lífsskoðana. Af þeim sökum er óhætt að fella brott sérstakt ákvæði um að enginn megi „neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna" eins og nú segir í 64. gr. stjskr. Aftur á móti er mikilvægt að setja trúfrelsinu mörk og undirstrika að fólk geti ekki skorast undan „almennri þegnskyldu" eða almennum félagslegum skyldum sínum með skírskotun til trúar sinnar eins og einnig segir í 64. gr. núgildandi stjskr. Slík takmörkun trúfrelsis virðist nægja en í henni felst meðal annars að óheimilt sé að brjóta gegn lögum landsins með tilvísun til trúar. En það er einmitt merking síðari liðar núgildandi 63. gr. stjskr. Þar segir að ekki megi í nafni trúar brjóta gegn „góðu siðferði" og „allsherjarreglu" sem óneitanlega hljómar æði 19. aldarlega. Með trúmálaákvæði í þessa veru yrði staða trú- og lífsskoðana í landinu og félaga sem um þær eru stofnuð jöfnuð frá því sem nú er og trúfrelsið því enn fest í sessi. Um leið yrði viðurkennd a.m.k. táknræn sérstaða stærsta trúfélags landsins, þjóðkirkjunnar, meðan meirihluti þjóðarinnar sjálfrar kýs að viðhalda slíkri sérstöðu. — Að gildi þess verður vikið í sérstakri grein á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Með grein hér í Fréttablaðinu fyrir nokkru (18. sept.) mælti ég með að kjósendur í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu svöruðu spurningunni „vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?" með já-i. Væri þess kostur mundi ég samt hvetja til að greitt yrði atkvæði með „Já en…!" Með já-yrðinu meina ég því ekki að 62. gr. stjskr. skuli standa óbreytt. Þvert á móti tel ég að þróa beri þann arf sem við búum að frá þeirri frjálslyndis- og frjálsræðisþróun sem hófst um miðja 19. öld inn í þá fjölhyggju sem nú hefur rutt sér til rúms. Á grundvelli þjóðkirkjuákvæðis í breyttri mynd má vel þróa trúmálarétt sem hæfir 21. öldinni. Viðmið við breytingarVið breytingar á núgildandi trúmálakafla stjskr. (VI. kafla) verður að 1) tryggja jafnræði fólks óháð trúar- og lífsskoðunum, 2) tryggja rétt fólks til að tjá trúar- og lífsskoðanir sínar og iðka þær í einrúmi eða með öðrum, 3) tryggja rétt fólks til að hafna slíkum skoðunum, 4) jafna stöðu trúfélaga eftir því sem eðlilegt má telja með tilliti til stöðu þeirra í samfélaginu 5) og loks jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er fagnaðarefni að þegar er í gangi vinna að frumvæði innanríkisráðherra sem miðar að því að jafna stöðu skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga í landinu. Markmiðunum öllum verður þó best náð með endurskoðaðri trúmálagrein í stjskr. Trúfrelsi- og þjóðkirkjuákvæðiSé vilji til að byggja ekki aðeins þjóðkirkjuákvæði heldur einnig trúfrelsisgrein stjskr. á innlendum rétti í stað alþjóðasáttmála eins og stjórnlagaráð kýs að gera í frumvarpi sínu (18. gr.) gæti nýtt trúfrelsis- og þjóðkirkjuákvæði hljómað í líkingu við þetta: Allir eiga rétt á að iðka trú eða lífsskoðun í samræmi við sannfæringu sína og að stofna um það félög. Öllum er frjálst að standa utan slíkra félaga. Enginn má skorast undan almennri þegnskyldu vegna trúar- eða lífsskoðana. Enginn er skyldur til að greiða persónuleg gjöld til trú- eða lífsskoðunarfélags sem hann á ekki aðild að. Ríkisvaldið verndar öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Evangelíska lúterska kirkjan er þjóðkirkja á Íslandi. Breyta má þessu með lögum. Slík lög skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar í leynilegri atkvæðagreiðslu. Þessi endurskoðaða trúfrelsisgrein ætti heima næst á eftir greinum sem fjalla um almennt skoðunar-, tjáningar-, og félagafrelsi, (þ.e. eftir núv. 74. gr.) svipað og gert er í frumvarpi stjórnlagaráðs. Hinu breytta trúfrelsisákvæði er ætlað að taka af tvímæli um skoðana-, tjáningar- og félagafrelsi á sviði trúmála. Þá er því ætlað að standa vörð um rétt þeirra sem vilja standa utan allra trúfélaga og trúariðkunar. Takmörk trúfrelsisAlmenn jafnræðisregla (sbr. 65. gr. stjskr.) kveður á fullnægjandi hátt á um að ekki megi mismuna fólki eða skerða rétt þess vegna trúar eða lífsskoðana. Af þeim sökum er óhætt að fella brott sérstakt ákvæði um að enginn megi „neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna" eins og nú segir í 64. gr. stjskr. Aftur á móti er mikilvægt að setja trúfrelsinu mörk og undirstrika að fólk geti ekki skorast undan „almennri þegnskyldu" eða almennum félagslegum skyldum sínum með skírskotun til trúar sinnar eins og einnig segir í 64. gr. núgildandi stjskr. Slík takmörkun trúfrelsis virðist nægja en í henni felst meðal annars að óheimilt sé að brjóta gegn lögum landsins með tilvísun til trúar. En það er einmitt merking síðari liðar núgildandi 63. gr. stjskr. Þar segir að ekki megi í nafni trúar brjóta gegn „góðu siðferði" og „allsherjarreglu" sem óneitanlega hljómar æði 19. aldarlega. Með trúmálaákvæði í þessa veru yrði staða trú- og lífsskoðana í landinu og félaga sem um þær eru stofnuð jöfnuð frá því sem nú er og trúfrelsið því enn fest í sessi. Um leið yrði viðurkennd a.m.k. táknræn sérstaða stærsta trúfélags landsins, þjóðkirkjunnar, meðan meirihluti þjóðarinnar sjálfrar kýs að viðhalda slíkri sérstöðu. — Að gildi þess verður vikið í sérstakri grein á næstunni.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar