Menning

Saga skörungs sýnd

Hluti hópsins sem stendur að sýningunni við Laxdalshús sem var heimili Vilhelmínu um tíma.
Hluti hópsins sem stendur að sýningunni við Laxdalshús sem var heimili Vilhelmínu um tíma.
Borgarinnan, leikrit Sögu Jónsdóttur leikkonu, verður frumsýnt í kvöld í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Það fjallar um kvenskörunginn Vilhelmínu Lever sem setti svip sinn á Akureyri á 19. öld, barðist gegn karlaveldinu og rak veitingasölu, verslun og gistiþjónustu fyrir ferðamenn.

Kaus meira að segja til bæjarstjórnar löngu áður en konur fengu kosningarétt. Leikhópur sem kallar sig Litla kompaníið stendur að sýningunni undir stjórn höfundarins Sögu.

Aðeins fáar sýningar eru fyrirhugaðar, því húsið er upptekið vegna annarra verkefna.

- gun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.