Innlent

Loksins geta íbúar New York gætt sér á íslenskum hrossaþara

Heppnir íbúar New York geta nú loksins eldað asískan mat með ferskum hrossaþara frá Suðurnesjum.
Heppnir íbúar New York geta nú loksins eldað asískan mat með ferskum hrossaþara frá Suðurnesjum.
Nú geta New York búar gætt sér á sölum og hrossaþara frá ströndum Suðurnesja - þökk sé fyrirtækinu Hafnotum í Grindavík, sem selur þetta sælgæti hafsins undir vörumerkinu Seaweed Iceland.

Samkvæmt frétt frá iðnaðarráðuneytinu leggur Grettir hjá Hafnotum mikla áherslu á að bjóða vöru í allra hæsta gæðaflokki, og fá fyrir vikið hærra verð en samkeppnisþari ættaður frá Asíu.

Þari og annar sjávargróður er mikið notaður í margs konar asískri matargerð og það eru miklir möguleikar í sölu víða um heim. Á heimasíðunni Seaweed.is má meðal annars finna uppskriftir og fróðleik.

Hafnot er eitt af þeim 16 fyrirtækjum sem fengu styrk úr vaxtarsamningi Suðurnesja í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×