Ólafur á Suðurskautið með Cameron, Gore og Branson 30. janúar 2012 10:50 Frítt föruneyti er nú á leið á Suðuskautið. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er á leið til Suðurskautslandsins í fríðu föruneyti. Forsetinn þáði boð frá Al Gore, Nóbelsverðlaunahafa og fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og með í för eru menn á borð við kvikmyndaleikstjórann James Cameron og milljarðamæringana Richard Branson og Ted Turner. „Markmið leiðangursins er að kanna hina hröðu bráðnun íss og ræða hvernig unnt er að fá þjóðir heims til að sameinast í raunhæfum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Hann er skipulagður af Loftslagsstofnun Al Gore, the Climate Reality Project, og hinu heimsþekkta náttúrutímariti National Geographic," segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. Á meðal annarra þátttakenda í leiðangrinum má nefna James Hansen, yfirmann vísindamála hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna og einn helsta sérfræðing heims á þessu sviði, Yao Tandong, fremsta jöklafræðing Kína, Christiana Figueres, framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) og vísindamenn frá Harvard háskóla og háskólum í Evrópu. „Einnig mun Hasan Mahmud, umhverfisráðherra Bangladess, taka þátt í ferðinni en verulegur hluti lands hans mun hverfa í sjó þegar áframhaldandi bráðnun íss á Suðurskautinu og á Grænlandi hækkar sjávarborð um allan heim," segir ennfremur. Leiðangurinn hófst í gær og lýkur honum mánudaginn 6. febrúar. Siglt verður á könnunarskipinu National Geographic Explorer. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er á leið til Suðurskautslandsins í fríðu föruneyti. Forsetinn þáði boð frá Al Gore, Nóbelsverðlaunahafa og fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og með í för eru menn á borð við kvikmyndaleikstjórann James Cameron og milljarðamæringana Richard Branson og Ted Turner. „Markmið leiðangursins er að kanna hina hröðu bráðnun íss og ræða hvernig unnt er að fá þjóðir heims til að sameinast í raunhæfum aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Hann er skipulagður af Loftslagsstofnun Al Gore, the Climate Reality Project, og hinu heimsþekkta náttúrutímariti National Geographic," segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. Á meðal annarra þátttakenda í leiðangrinum má nefna James Hansen, yfirmann vísindamála hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna og einn helsta sérfræðing heims á þessu sviði, Yao Tandong, fremsta jöklafræðing Kína, Christiana Figueres, framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) og vísindamenn frá Harvard háskóla og háskólum í Evrópu. „Einnig mun Hasan Mahmud, umhverfisráðherra Bangladess, taka þátt í ferðinni en verulegur hluti lands hans mun hverfa í sjó þegar áframhaldandi bráðnun íss á Suðurskautinu og á Grænlandi hækkar sjávarborð um allan heim," segir ennfremur. Leiðangurinn hófst í gær og lýkur honum mánudaginn 6. febrúar. Siglt verður á könnunarskipinu National Geographic Explorer.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira