Vilja rannsaka sölu þriggja banka 30. janúar 2012 11:00 Mynd/Egill Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipuð verði þriggja manna nefnd sem rannsaki söluna á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Nefndin skuli skila forseta Alþingis skýrslu eigi síðar en 1. janúar 2013. Í drögum að tillögunni er lagt upp með fjölda ítarlegra rannsóknarspurninga. Í inngangi segir að nefndin skuli taka til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingunni og að hve miklu leyti þeim var fylgt í framkvæmdinni. Lagt verði mat á ferlið, sem og ábyrgð og aðkomu einstakra ráðherra og embættismanna, samningar við nýja eigendur skoðaðir, efndir þeirra og undanþágur. Þá er gert ráð fyrir því að nefndin vísi grun um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum til yfirvalda. Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir að þegar hafi fjórtán þingmenn úr Samfylkingu, Vinstri grænum og Hreyfingu, auk þingmanna utan flokka, samþykkt að vera meðflutningsmenn. Skúli segir þingflokk Framsóknar munu ræða málið á morgun en hann býst ekki við stuðningi við málið úr röðum Sjálfstæðisflokks. Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka var flutt af þingmönnum Samfylkingarinnar haustið 2010 en hún fékkst aldrei afgreidd úr allsherjarnefnd. „Við leggjum áherslu á að þessi tillaga nái fram að ganga núna og að rannsóknin fari fram á þessu ári," segir Skúli. - sh Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipuð verði þriggja manna nefnd sem rannsaki söluna á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Nefndin skuli skila forseta Alþingis skýrslu eigi síðar en 1. janúar 2013. Í drögum að tillögunni er lagt upp með fjölda ítarlegra rannsóknarspurninga. Í inngangi segir að nefndin skuli taka til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingunni og að hve miklu leyti þeim var fylgt í framkvæmdinni. Lagt verði mat á ferlið, sem og ábyrgð og aðkomu einstakra ráðherra og embættismanna, samningar við nýja eigendur skoðaðir, efndir þeirra og undanþágur. Þá er gert ráð fyrir því að nefndin vísi grun um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum til yfirvalda. Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir að þegar hafi fjórtán þingmenn úr Samfylkingu, Vinstri grænum og Hreyfingu, auk þingmanna utan flokka, samþykkt að vera meðflutningsmenn. Skúli segir þingflokk Framsóknar munu ræða málið á morgun en hann býst ekki við stuðningi við málið úr röðum Sjálfstæðisflokks. Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka var flutt af þingmönnum Samfylkingarinnar haustið 2010 en hún fékkst aldrei afgreidd úr allsherjarnefnd. „Við leggjum áherslu á að þessi tillaga nái fram að ganga núna og að rannsóknin fari fram á þessu ári," segir Skúli. - sh
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira