Smíðar Dúa-bíla í frístundum 19. apríl 2012 14:30 Úlfar Már byrjaði að búa bílana til þegar Sófus Oddur, sonur hans fæddist þar sem hann vildi að sonur sinn myndi eignast sinn eigin bíl. Fréttablaðið/Pjetur Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. heimili „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíðanámi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barnabörnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsælustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hreinlega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bílnúmeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljótlega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. heimili „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíðanámi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barnabörnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsælustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hreinlega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bílnúmeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljótlega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira