Smíðar Dúa-bíla í frístundum 19. apríl 2012 14:30 Úlfar Már byrjaði að búa bílana til þegar Sófus Oddur, sonur hans fæddist þar sem hann vildi að sonur sinn myndi eignast sinn eigin bíl. Fréttablaðið/Pjetur Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. heimili „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíðanámi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barnabörnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsælustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hreinlega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bílnúmeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljótlega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum.tinnaros@frettabladid.is Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
Úlfar Már Sófusson hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla sem eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1985. heimili „Pabbi minn smíðaði þessa bíla áður fyrr en þegar hann lést árið 2002 lögðust þeir í smá dvala. Það var svo fyrir svona tveimur árum sem ég ákvað að byrja að smíða þá aftur, þar sem mig langaði að sonur minn fengi svona bíl,“ segir iðnneminn Úlfar Már Sófusson. Úlfar hefur unnið sem smiður í hátt í tíu ár og mun ljúka smíðanámi nú í vor. Hann segist ekki hafa auglýst bílana neitt enn þá, en sé samt sem áður með um ellefu pantanir sem bíða hans. „Ég vinn þetta í frístundunum en það tekur dágóðan tíma að smíða hvern bíl, maður verður nú að vanda sig við verkið, “ segir Úlfar. Að sögn hans eru það helst menn sem áttu slíka bíla á sínum yngri árum sem kaupi þá handa börnum sínum eða barnabörnum. Á árum áður var hægt að fá nokkrar tegundir af bílnum en Úlfar heldur sig aðeins við vinsælustu útgáfuna í sinni framleiðslu, þeir koma þó í mismunandi litum. Frá því að bílarnir komu fyrst á markað árið 1985 hafa þeir alltaf verið handsmíðaðir og þykja einkar endingargóðir og vandaðir. „Ég á sjálfur einn sem er orðinn meira en 20 ára gamall og hann er enn þá í heilu lagi. Það eru mörg dæmi um að bílarnir gangi hreinlega í erfðir,“ segir Úlfar. Í gamla daga var hægt að fá bílinn merktan með nafni barnsins sem hann átti að fá, einhverju ákveðnu bílnúmeri eða hvað svo sem börnin óskuðu og þeim fylgdi skráningarvottorð. Úlfar er ekki farinn að láta slíkt fylgja með bílunum enn en segir líklegt að hann taki það upp fljótlega. „Það væri gaman að fara með þetta alla leið fyrst maður er að þessu á annað borð,“ segir hann að lokum.tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira