„Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. júní 2012 16:27 Vestmannaeyjar „Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur. Það sem er kannski verst er að sjá þennan helkalda veruleika berast fyrir framan sig eftir að hafa fengið það ítrekað í andlitið frá þingmönnum að við séum að stunda hræðsluáróður." Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fyrr í dag var greint frá því að Vinnslustöðin hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni sem og að setja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE á söluskrá. Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að breytingar á veiðigjöldum séu helsta ástæða uppsagnanna. „Nú stöndum við frammi fyrir því að 41 einstaklingur mun missa atvinnu sína og ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórninni," segir Elliði. Hann bendir á að ríkisstjórninni hafi borist fjöldi viðvarana vegna frumvarpsins: „Við sjáum það nú að hræðsluáróðurinn var ekkert annað en einlæg ábending um hvað myndi gerast í kjölfarið."Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Vinnslustöðin sé að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beiti fyrir sér veiðigjaldinu sem skýringu. Þá setur hún spurningarmerki við arðgreiðslur til fyrirtækisins og eigenda þess á síðustu áru. Elliði segir ummæli Ólínu vera forkastanleg. „Það er ömurlegt að þingmaður skuli ekki geta horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Og að vera að blanda þessari umræðu um arðgreiðslur inn í þetta er ekkert annað en tilraun til þess að breiða yfir þær hörmungar sem hlotist hafa af ákvörðunum þeirra." „Auðvitað er skaðinn mestur hjá okkur Eyjamönnum í þessu tilviki," segir Elliði. „En við erum aðeins að sjá glitta í toppinn á ísjakanum og skaðinn kemur til með að liggja hjá þjóðinni allri." Tengdar fréttir Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45 Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58 Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
„Þetta er gríðarlega þungt högg fyrir okkur. Það sem er kannski verst er að sjá þennan helkalda veruleika berast fyrir framan sig eftir að hafa fengið það ítrekað í andlitið frá þingmönnum að við séum að stunda hræðsluáróður." Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fyrr í dag var greint frá því að Vinnslustöðin hafi ákveðið að segja upp 41 starfsmanni sem og að setja uppsjávarveiðiskipið Gandí VE á söluskrá. Í fréttatilkynningu frá Vinnslustöðinni kemur fram að breytingar á veiðigjöldum séu helsta ástæða uppsagnanna. „Nú stöndum við frammi fyrir því að 41 einstaklingur mun missa atvinnu sína og ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórninni," segir Elliði. Hann bendir á að ríkisstjórninni hafi borist fjöldi viðvarana vegna frumvarpsins: „Við sjáum það nú að hræðsluáróðurinn var ekkert annað en einlæg ábending um hvað myndi gerast í kjölfarið."Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Vinnslustöðin sé að leiðrétta eigin rekstrarákvarðanir og beiti fyrir sér veiðigjaldinu sem skýringu. Þá setur hún spurningarmerki við arðgreiðslur til fyrirtækisins og eigenda þess á síðustu áru. Elliði segir ummæli Ólínu vera forkastanleg. „Það er ömurlegt að þingmaður skuli ekki geta horfst í augu við afleiðingar gjörða sinna. Og að vera að blanda þessari umræðu um arðgreiðslur inn í þetta er ekkert annað en tilraun til þess að breiða yfir þær hörmungar sem hlotist hafa af ákvörðunum þeirra." „Auðvitað er skaðinn mestur hjá okkur Eyjamönnum í þessu tilviki," segir Elliði. „En við erum aðeins að sjá glitta í toppinn á ísjakanum og skaðinn kemur til með að liggja hjá þjóðinni allri."
Tengdar fréttir Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45 Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58 Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) samþykkti í gær. 28. júní 2012 11:45
Ólína efast um rökstuðning Vinnslustöðvarinnar "Það er alveg viðbúið að menn fari nú að skella skuldinni á veiðigjaldið, frekar en að taka ábyrgð á eigin rekstrarákvörðunum og fjárfestingum." Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 28. júní 2012 13:58