Manneskjan á bak við embættið Hrafnhildur Bjarnadóttir skrifar 28. júní 2012 17:30 Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. Í aðdraganda kosninganna hef ég kynnst Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar persónulega. Ég hef verið töluvert inn á heimilinu og tekið þátt í hversdagslegu og fjörugu fjölskyldulífi. Heimilið í Hafnarfirðinum einkennist af gleði, hlýju og örlítillri óreiðu sem skiljanlega fylgir kosningabaráttu. Hver mínúta er nýtt til hins ýtrasta. Ég var strax boðin velkomin inn á heimilið og voru allir tilbúnir að gefa mér séns og sýndu mér traust sem mér þótti mjög vænt um. Það eru ekki margar strangar reglur á heimilinu en þar má helst nefna ruslaflokkunina. Á mínu heimili eru það helst fernur og dagblöð sem rata í endurvinnslu en heima hjá Þóru er þetta tekið alla leið. Hver einasta skyrdós og lýsisflaska er þvegin og endurunnin. Allir matarafgangar fá að grotna niður í kassa út í garði svo hægt sé að nýta þá sem áburð. Auk þess að flokka ruslið sitt út í ystu æsar til að leggja plánetunni lið er Þóra tíður gestur í strætóum bæjarins. Þar sem ég hef ekki stigið inn í strætó síðan ég fékk bílpróf finnst mér aðdáunarvert að nýta sér þennan umhverfisvæna og sparsama kost þótt bíll sé á heimilinu. Þegar ég hef verið í Hafnarfirðinum hefur alltaf verið komið fram við mig af mikilli virðingu og vinsemd. Þegar Þóra kom heim með gjafir frá bæjarbúum úr hinum ýmsu bæjarfélögum kom það mér hreint ekki á óvart. Þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt vill fólk leggja henni lið. Fólk skynjar strax hvað hún er opin og hlý og vill umsvifalaust tala við hana. Þóra er jarðbundin og hógvær. Hún tekur sig ekki of hátíðlega heldur fer í handahlaup út á bryggju og stekkur upp og tekur "hóp high-five" með Svavari og Ásdísi, aðstoðarkonu sinni, þegar búið er að taka ákvörðun. Jú, ég er kannski bara að benda á að Þóra flokkar ruslið sitt, tekur strætó og hefur góða og hlýja nærveru. Þóra er ung nútímakona sem skilur mig og mína kynslóð. Það voru þessir hlutir sem mótuðu skoðun mína á hvernig manneskju ég vil sjá á Bessastöðum. Sú manneskja er Þóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. Í aðdraganda kosninganna hef ég kynnst Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar persónulega. Ég hef verið töluvert inn á heimilinu og tekið þátt í hversdagslegu og fjörugu fjölskyldulífi. Heimilið í Hafnarfirðinum einkennist af gleði, hlýju og örlítillri óreiðu sem skiljanlega fylgir kosningabaráttu. Hver mínúta er nýtt til hins ýtrasta. Ég var strax boðin velkomin inn á heimilið og voru allir tilbúnir að gefa mér séns og sýndu mér traust sem mér þótti mjög vænt um. Það eru ekki margar strangar reglur á heimilinu en þar má helst nefna ruslaflokkunina. Á mínu heimili eru það helst fernur og dagblöð sem rata í endurvinnslu en heima hjá Þóru er þetta tekið alla leið. Hver einasta skyrdós og lýsisflaska er þvegin og endurunnin. Allir matarafgangar fá að grotna niður í kassa út í garði svo hægt sé að nýta þá sem áburð. Auk þess að flokka ruslið sitt út í ystu æsar til að leggja plánetunni lið er Þóra tíður gestur í strætóum bæjarins. Þar sem ég hef ekki stigið inn í strætó síðan ég fékk bílpróf finnst mér aðdáunarvert að nýta sér þennan umhverfisvæna og sparsama kost þótt bíll sé á heimilinu. Þegar ég hef verið í Hafnarfirðinum hefur alltaf verið komið fram við mig af mikilli virðingu og vinsemd. Þegar Þóra kom heim með gjafir frá bæjarbúum úr hinum ýmsu bæjarfélögum kom það mér hreint ekki á óvart. Þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt vill fólk leggja henni lið. Fólk skynjar strax hvað hún er opin og hlý og vill umsvifalaust tala við hana. Þóra er jarðbundin og hógvær. Hún tekur sig ekki of hátíðlega heldur fer í handahlaup út á bryggju og stekkur upp og tekur "hóp high-five" með Svavari og Ásdísi, aðstoðarkonu sinni, þegar búið er að taka ákvörðun. Jú, ég er kannski bara að benda á að Þóra flokkar ruslið sitt, tekur strætó og hefur góða og hlýja nærveru. Þóra er ung nútímakona sem skilur mig og mína kynslóð. Það voru þessir hlutir sem mótuðu skoðun mína á hvernig manneskju ég vil sjá á Bessastöðum. Sú manneskja er Þóra.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun