Úlfar búinn að velja golflandsliðið fyrir Evrópumót landsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2012 11:53 Mynd/GSÍ Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Eftirtaldir kylfingar skipa landsliðshópinn: Ólafur Björn Loftsson, Nesklúbbnum (Heimslisti áhugamanna) Kristján Þór Einarsson, Keili (Heimslisti áhugamanna) Haraldur Franklín Magnús, GR (Stigalisti) Andri Þór Björnsson, GR (Stigalisti) Guðjón Henning Hilmarsson, GKG (Val landsliðsþjálfara) Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (Val landsliðsþjálfara) Tveir efstu kylfingarnir á áhugaheimslistanum unnu sér inn sæti í liðinu en það eru þeir Ólafur Björn og Kristján Þór. Tveir efstu áhugakylfingarnir á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar spiluðu sig einnig inn í liðið og eru það þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, báðir úr GR. Úlfar valdi að lokum þá Guðjón Henning og Guðmund Ágúst í þau tvö sæti sem eftir voru. Haraldur og Andri Þór eru nýliðar í íslenska landsliðinu en hinir fjórir hafa allir áður leikið fyrir Íslands hönd. Níu þjóðir leika um þrjú laus sæti á Hvaleyrarvelli og verða leiknir þrír hringir í höggleik. Auk Íslands taka Belgía, England, Holland, Portúgal, Rússland, Rúmenía, Slóvakía og Serbía þátt í mótinu. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Eftirtaldir kylfingar skipa landsliðshópinn: Ólafur Björn Loftsson, Nesklúbbnum (Heimslisti áhugamanna) Kristján Þór Einarsson, Keili (Heimslisti áhugamanna) Haraldur Franklín Magnús, GR (Stigalisti) Andri Þór Björnsson, GR (Stigalisti) Guðjón Henning Hilmarsson, GKG (Val landsliðsþjálfara) Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (Val landsliðsþjálfara) Tveir efstu kylfingarnir á áhugaheimslistanum unnu sér inn sæti í liðinu en það eru þeir Ólafur Björn og Kristján Þór. Tveir efstu áhugakylfingarnir á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar spiluðu sig einnig inn í liðið og eru það þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, báðir úr GR. Úlfar valdi að lokum þá Guðjón Henning og Guðmund Ágúst í þau tvö sæti sem eftir voru. Haraldur og Andri Þór eru nýliðar í íslenska landsliðinu en hinir fjórir hafa allir áður leikið fyrir Íslands hönd. Níu þjóðir leika um þrjú laus sæti á Hvaleyrarvelli og verða leiknir þrír hringir í höggleik. Auk Íslands taka Belgía, England, Holland, Portúgal, Rússland, Rúmenía, Slóvakía og Serbía þátt í mótinu.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira