Ögmundur telur niðurstöðu sína rétta þrátt fyrir úrskurð kærunefndar VG skrifar 29. ágúst 2012 20:01 Ögmundur Jónasson. „Ég tel niðurstöðuna okkar rétta," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. Ögmundur skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi. Verjandi Höllu, Áslaug Árnadóttir, sagði í viðtali við RÚV að úrskurðurinn væri býsna afdráttarlaus. „Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að sá sem skipaður var í starfið sé svona jafnvel hæfari en umbjóðandi minn í einum þætti. Þau standi jafnfætis í þremur en að umbjóðandi minn hafi verið hæfari þeim sem skipaður var í fjórum af þessum átta þáttum." Ögmundur segir í samtali við Vísi að umsækjendurnir hafi verið jafnhæfir af nefnd sem fór yfir málið. Svo hafi komið til matskenndir þættir sem ráðherrann fór sjálfur yfir, „og þetta var niðurstaðan," bætir hann við. Ögmundur segir þetta niðurstöðu heildræns mats ráðuneytisins á þessum tveimur umsækjendum. Í frétt RÚV segir að kærunefndin gagnrýnir að innanríkisráðherra vísi í rökstuðningi sínum í meðmælabréf starfsmanna embættisins á Húsavík þar sem Svavar var settur sýslumaður. Ráðherrann hafi hins vegar ekki leitað álits hjá umsagnaraðilum kæranda. Í úrskurði kærunefndarinnar segir: „Kærði hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var." Þá verði að gjalda varhug við því að leggja til grundvallar meðmæli undirmanna. Þá hafi ráðherra, segir í úrskurðinum, bent á persónulega eiginleika þess, sem skipaður var, með tilliti til þess að rekstur embættisins á Húsavík hafi krafist sérstakra hæfileika vegna niðurskurðar og fækkunar starfsmanna. Hins vegar sýni gögn málsins ekki að embættið á Húsavík hafi frekar þurft að taka á slíku en til dæmis embættið á Akranesi þar sem Halla Bergþóra er sýslumaður. Engin gögn liggi fyrir um að hún hafi staðið Svavari að baki hvað það varði. „Megináherslan hjá mér er sú að þegar úrskurður jafnréttismála er skoðaður, þá kemur í ljós að samkvæmt því mati standi þessir umsækjendur jafnfætis. En Þegar allir helstu þættir eru skoðaðir þá standa út af ýmsir matskenndir þættir, sem kemur í hlut ráðuneytisins að gera upp um. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að ráða ætti Svavar," segir Ögmundur. Í úrskurðinum segir einnig: „Nauðsynlegt hafi verið að kærði (það er ráðherra) gætti sérstakrar varkárni við huglægt mat á hæfni þar sem umsækjendur hafi staðið nokkuð jafnt að vígi í hlutlægum þáttum." Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá innanríkisráðuneytinu um að áfrýja málinu. Ögmundur fékk úrskurðinn í hendurnar í dag og segir ráðuneytið taka næstu daga í að fara yfir niðurstöðuna. Spurður hvort það sé ekki heldur bagalegt að tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi verið úrskurðaðir brotlegir gegn jafnréttislögum, en forsætisráðherra hefur einnig verið úrskurð brotleg við sömu lög, endurtók Ögmundur fyrra svar um að hann legði áherslu á að niðurstaða heildræns mats hafi orðið til þess að ráðuneytið réði Svavar frekar en Höllu. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Ég tel niðurstöðuna okkar rétta," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, en fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að kærunefnd jafnréttismála hefði komist þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotlegur við jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík í lok síðasta árs. Ögmundur skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi. Verjandi Höllu, Áslaug Árnadóttir, sagði í viðtali við RÚV að úrskurðurinn væri býsna afdráttarlaus. „Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að sá sem skipaður var í starfið sé svona jafnvel hæfari en umbjóðandi minn í einum þætti. Þau standi jafnfætis í þremur en að umbjóðandi minn hafi verið hæfari þeim sem skipaður var í fjórum af þessum átta þáttum." Ögmundur segir í samtali við Vísi að umsækjendurnir hafi verið jafnhæfir af nefnd sem fór yfir málið. Svo hafi komið til matskenndir þættir sem ráðherrann fór sjálfur yfir, „og þetta var niðurstaðan," bætir hann við. Ögmundur segir þetta niðurstöðu heildræns mats ráðuneytisins á þessum tveimur umsækjendum. Í frétt RÚV segir að kærunefndin gagnrýnir að innanríkisráðherra vísi í rökstuðningi sínum í meðmælabréf starfsmanna embættisins á Húsavík þar sem Svavar var settur sýslumaður. Ráðherrann hafi hins vegar ekki leitað álits hjá umsagnaraðilum kæranda. Í úrskurði kærunefndarinnar segir: „Kærði hefur ekki svo séð verði lagt málefnalagt mat á hæfni kæranda að þessu leyti og vegið hana á móti hæfni þess er skipaður var." Þá verði að gjalda varhug við því að leggja til grundvallar meðmæli undirmanna. Þá hafi ráðherra, segir í úrskurðinum, bent á persónulega eiginleika þess, sem skipaður var, með tilliti til þess að rekstur embættisins á Húsavík hafi krafist sérstakra hæfileika vegna niðurskurðar og fækkunar starfsmanna. Hins vegar sýni gögn málsins ekki að embættið á Húsavík hafi frekar þurft að taka á slíku en til dæmis embættið á Akranesi þar sem Halla Bergþóra er sýslumaður. Engin gögn liggi fyrir um að hún hafi staðið Svavari að baki hvað það varði. „Megináherslan hjá mér er sú að þegar úrskurður jafnréttismála er skoðaður, þá kemur í ljós að samkvæmt því mati standi þessir umsækjendur jafnfætis. En Þegar allir helstu þættir eru skoðaðir þá standa út af ýmsir matskenndir þættir, sem kemur í hlut ráðuneytisins að gera upp um. Eftir þá skoðun var niðurstaðan að ráða ætti Svavar," segir Ögmundur. Í úrskurðinum segir einnig: „Nauðsynlegt hafi verið að kærði (það er ráðherra) gætti sérstakrar varkárni við huglægt mat á hæfni þar sem umsækjendur hafi staðið nokkuð jafnt að vígi í hlutlægum þáttum." Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá innanríkisráðuneytinu um að áfrýja málinu. Ögmundur fékk úrskurðinn í hendurnar í dag og segir ráðuneytið taka næstu daga í að fara yfir niðurstöðuna. Spurður hvort það sé ekki heldur bagalegt að tveir ráðherrar úr ríkisstjórninni hafi verið úrskurðaðir brotlegir gegn jafnréttislögum, en forsætisráðherra hefur einnig verið úrskurð brotleg við sömu lög, endurtók Ögmundur fyrra svar um að hann legði áherslu á að niðurstaða heildræns mats hafi orðið til þess að ráðuneytið réði Svavar frekar en Höllu.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira