Kafbátanjósnastöðin var eitt mesta hernaðarleyndarmálið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2012 19:37 Svæði á Suðurnesjum, sem áður geymdi njósnastöð og eitt helsta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins, er nú orðið aðgengilegt almenningi. Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, er að skrifa bók þar sem hann hyggst upplýsa um ýmis mál sem Íslendingar hafa til þessa haft litla vitneskju um. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af fjarskiptaskermunum á Stafnesi, sem voru áberandi og margir muna eftir, en þeir voru inni á lokuðu bannsvæði á Suðurnesjum. Nokkur hundruð metrum sunnar var hins vegar önnur stöð sem minna var vitað um, enda var hún njósnastöð og eitt mesta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins. Stöð 2 sýndi myndir af stöðinni leynilegu sem teknar voru með aðdráttarlinsu árið 1994 en á seinni árum hefur komið í ljós að stöðin, sem byggð var árið 1966, gegndi lykilhlutverki í SOSUS-kafbátanjósnakerfinu um þrjátíu ára skeið. Hún var við Þórshöfn, milli Hafna og Sandgerðis,og þar inni voru fullkomnustu tölvur sem Bandaríkjaher réði yfir á þeim tíma, sem höfðu það hlutverk að leita eftir og greina hljóð sem kjarnorkukafbátar gáfu frá sér. Nokkrir af merkustu áföngum í kafbátanjósnasögu NATO náðust í þessari stöð. Árið 1968 tókst stöðinni í Keflavík, fyrst allra, að greina hljóð úr tveimur gerðum sovéskra kjarnorkukafbáta, bæði svokallaðra Victor og Charlie-kafbáta, og árið 1974 varð hún fyrst til að greina hljóð úr Delta-kafbátum Sovétmanna. Í stokki í fjörunni liggur enn hlustunarkapall sem tengdi stöðina við gríðarmikið kaplakerfi í Norður-Atlantshafi. Friðþór Eydal segir að þetta kerfi hafi gefið Bandaríkjamönnum og NATO gríðarmikið forskot og vísbendingar séu um að Sovétmenn hafi ekki gert sér grein fyrir hversu skilvirkt kerfið var fyrr en fyrrverandi bandarískur hermaður, John Walker, gerðist njósnari og laumaði leyndarmálunum til Sovétmanna í kringum 1980. Bílastæði njósnastöðvarinnar er enn á sínum stað en byggingarnar voru rifnar áður en herinn fór. Friðþór ætlar að greina frá þessu og fleiri gömlum leyndarmálum í bók sem hann vinnur að um sögu Varnarliðsins. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Svæði á Suðurnesjum, sem áður geymdi njósnastöð og eitt helsta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins, er nú orðið aðgengilegt almenningi. Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, er að skrifa bók þar sem hann hyggst upplýsa um ýmis mál sem Íslendingar hafa til þessa haft litla vitneskju um. Í frétt Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af fjarskiptaskermunum á Stafnesi, sem voru áberandi og margir muna eftir, en þeir voru inni á lokuðu bannsvæði á Suðurnesjum. Nokkur hundruð metrum sunnar var hins vegar önnur stöð sem minna var vitað um, enda var hún njósnastöð og eitt mesta hernaðarleyndarmál kalda stríðsins. Stöð 2 sýndi myndir af stöðinni leynilegu sem teknar voru með aðdráttarlinsu árið 1994 en á seinni árum hefur komið í ljós að stöðin, sem byggð var árið 1966, gegndi lykilhlutverki í SOSUS-kafbátanjósnakerfinu um þrjátíu ára skeið. Hún var við Þórshöfn, milli Hafna og Sandgerðis,og þar inni voru fullkomnustu tölvur sem Bandaríkjaher réði yfir á þeim tíma, sem höfðu það hlutverk að leita eftir og greina hljóð sem kjarnorkukafbátar gáfu frá sér. Nokkrir af merkustu áföngum í kafbátanjósnasögu NATO náðust í þessari stöð. Árið 1968 tókst stöðinni í Keflavík, fyrst allra, að greina hljóð úr tveimur gerðum sovéskra kjarnorkukafbáta, bæði svokallaðra Victor og Charlie-kafbáta, og árið 1974 varð hún fyrst til að greina hljóð úr Delta-kafbátum Sovétmanna. Í stokki í fjörunni liggur enn hlustunarkapall sem tengdi stöðina við gríðarmikið kaplakerfi í Norður-Atlantshafi. Friðþór Eydal segir að þetta kerfi hafi gefið Bandaríkjamönnum og NATO gríðarmikið forskot og vísbendingar séu um að Sovétmenn hafi ekki gert sér grein fyrir hversu skilvirkt kerfið var fyrr en fyrrverandi bandarískur hermaður, John Walker, gerðist njósnari og laumaði leyndarmálunum til Sovétmanna í kringum 1980. Bílastæði njósnastöðvarinnar er enn á sínum stað en byggingarnar voru rifnar áður en herinn fór. Friðþór ætlar að greina frá þessu og fleiri gömlum leyndarmálum í bók sem hann vinnur að um sögu Varnarliðsins.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira