Innlent

Braut upp útidyrahurð hjá fyrrverandi unnustu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn fór til fyrrverandi unnustu á Laugavegi og braut upp hurðina hjá henni.
Maðurinn fór til fyrrverandi unnustu á Laugavegi og braut upp hurðina hjá henni.
Karlmaður braut upp útidyrahurð hjá fyrrverandi kærustu sinni á Laugavegi á fimmta tímanum í nótt. Hann vildi eitthvað ræða við konuna en að sögn lögreglu var hún ekki eins áfjáð um að eiga samræður við hann og kallaði því til lögreglu sem vísaði manninum frá. Kallað var til smiðs sem sá um að dyrunum væri lokað.

Þá óskaði pizzasendill eftir aðstoð lögreglu á gistiheimili í austurbæ Reykjavikur. Sendillinn hafði ekki fengið greitt fyrir pizzu sem hann fór með þangað. Þegar lögreglumenn áttu samtal við þá sem höfðu pantað pizzuna ráku þeir augu í fíkniefni. Mennirnir voru handteknir og lögreglumenn lögðu hald á töluvert magn af fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×