Innlent

Stöðvuðu unglingasamkvæmi á Eiðistorgi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rauða ljónið er á Eiðistorgi.
Rauða ljónið er á Eiðistorgi. mynd/ stefán.
Mjög ölvaður ökumaður ók bíl á staur á Gullinbrú við Grafarvog á þriðja tímanum í nótt. Ekki vildi betur til en svo að eldur kviknaði í bílnum en leigubílstjóri sem átti leið hjá náði að slökkva hann með handslökkvitæki. Ökumanninn sakaði ekki, en hann var handtekinn og gisti fangageymslur í nótt. Bíllinn er ónýtur og staurinn skemmdur.

Þá stöðvaði lögreglan samkvæmishald á Rauða ljóninu á Eiðistorgi eftir miðnætti. Þar voru margir ölvaðir unglingar og brotist höfðu út átök á milli ungra pilta og var mikill sóðaskapur við staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×