Líkur aukast á brotthvarfi - fréttaskýring 16. maí 2012 15:00 Árangurslausar viðræður Fotos Kouvelis, leiðtogi Lýðræðislega vinstriflokksins, Evangelos Venizelos, leiðtogi sósíalistaflokksins PASOK, Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsflokksins Nýtt lýðræði, Karolos Papoulias forseti, Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, og Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja, á síðasta fundi stjórnarmyndunarviðræðna í forsetahöllinni í Aþenu í gær.nordicphotos/AFP Eru Grikkir á útleið úr evrusvæðinu? Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. Flokkarnir sjö, sem kosnir voru á gríska þjóðþingið fyrir tíu dögum, hafa ekki getað komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar vegna ágreinings um niðurskurðinn, sem fyrri stjórn samþykkti að leggja á íbúa landsins gegn því að fá fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Geti grísk stjórnvöld ekki afgreitt áætlun um frekari niðurskurð fyrir júnílok fær gríska ríkið ekki næstu útborgun frá Evrópusambandinu, sem þýðir að gríska ríkið getur þá ekki greitt næstu stóru afborganirnar af skuldum ríkisins. Afleiðingarnar gætu orðið þær að Grikkir yrðu að taka upp drökmu á ný, kasta evrunni og jafnvel segja sig úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir voru reyndar á ráðherrafundi evruríkjanna í Brussel á mánudag um hugsanlegt brotthvarf Grikkja. Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, vísaði á bug öllum vangaveltum um að Grikkir þurfi að kasta evrunni. „Ég sé það ekki fyrir mér í eina sekúndu að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Þetta er tóm della, þetta er áróður," sagði Juncker, sem er í formennsku fyrir evruríkjahópnum. Olli Rehn, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagðist hins vegar ekki sjá að Grikkir geti haldið áfram að vera með í félagsskap, ef þeir vilja ekki standa við þær samþykktir sem þeir sjálfir áttu þó aðild að. Lykilmaðurinn í stjórnarmyndunarviðræðunum í Grikklandi hefur í reynd verið Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, sem er bandalag nokkurra vinstriflokka og varð næststærsta aflið á þingi eftir kosningarnar 6. maí síðastliðinn. Flokkurinn var kosinn út á harða andstöðu gegn aðhaldsaðgerðunum, sparnaði og niðurskurði ríkisins sem bitnað hefur harkalega á grískum almenningi. Á hinn bóginn vill Tsipras, rétt eins og 80 prósent Grikkja, alls ekki segja skilið við evruna, enda litlar líkur á því að grískur almenningur kæmi vel út úr þeim efnahagshamförum, sem fylgdu gjaldmiðlaskiptum. Væntanlega yrði þá allsherjar bankahrun á Grikklandi, verðbólga færi upp úr öllu valdi og atvinnuleysi sömuleiðis. Búast má við enn harðari óeirðum og pólitískri pattstöðu sem öfgaöfl gætu hugsanlega notfært sér. „Afleiðingarnar fyrir Grikkland yrðu alvarlegri en fyrir hin evruríkin," var haft eftir Jens Weidemann, bankastjóra þýska seðlabankans, í fjölmiðlum um síðustu helgi. Hin evruríkin stæðu hins vegar ekki síður frammi fyrir erfiðleikum, því að þrýstingur á evruna myndi væntanlega aukast til muna. Fjárfestar, fyrirtæki og einstaklingar myndu hika við að eiga evrur í bönkum þeirra ríkja, sem eftir brotthvarf Grikkja stæðu tæpast, nefnilega ríkja á borð við Írland og Portúgal, Ítalíu og Spán. Spurningin snýst hins vegar um það hvort grískum stjórnmálamönnum tekst í tæka tíð að komast að einhverri niðurstöðu um aðhaldsaðgerðir, sem hin evruríkin geta sætt sig við. Takist það ekki virðist brotthvarf þeirra af evrusvæðinu óhjákvæmilegt. Sem stendur er óvissan algjör. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Eru Grikkir á útleið úr evrusvæðinu? Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. Flokkarnir sjö, sem kosnir voru á gríska þjóðþingið fyrir tíu dögum, hafa ekki getað komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar vegna ágreinings um niðurskurðinn, sem fyrri stjórn samþykkti að leggja á íbúa landsins gegn því að fá fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Geti grísk stjórnvöld ekki afgreitt áætlun um frekari niðurskurð fyrir júnílok fær gríska ríkið ekki næstu útborgun frá Evrópusambandinu, sem þýðir að gríska ríkið getur þá ekki greitt næstu stóru afborganirnar af skuldum ríkisins. Afleiðingarnar gætu orðið þær að Grikkir yrðu að taka upp drökmu á ný, kasta evrunni og jafnvel segja sig úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir voru reyndar á ráðherrafundi evruríkjanna í Brussel á mánudag um hugsanlegt brotthvarf Grikkja. Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, vísaði á bug öllum vangaveltum um að Grikkir þurfi að kasta evrunni. „Ég sé það ekki fyrir mér í eina sekúndu að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Þetta er tóm della, þetta er áróður," sagði Juncker, sem er í formennsku fyrir evruríkjahópnum. Olli Rehn, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagðist hins vegar ekki sjá að Grikkir geti haldið áfram að vera með í félagsskap, ef þeir vilja ekki standa við þær samþykktir sem þeir sjálfir áttu þó aðild að. Lykilmaðurinn í stjórnarmyndunarviðræðunum í Grikklandi hefur í reynd verið Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, sem er bandalag nokkurra vinstriflokka og varð næststærsta aflið á þingi eftir kosningarnar 6. maí síðastliðinn. Flokkurinn var kosinn út á harða andstöðu gegn aðhaldsaðgerðunum, sparnaði og niðurskurði ríkisins sem bitnað hefur harkalega á grískum almenningi. Á hinn bóginn vill Tsipras, rétt eins og 80 prósent Grikkja, alls ekki segja skilið við evruna, enda litlar líkur á því að grískur almenningur kæmi vel út úr þeim efnahagshamförum, sem fylgdu gjaldmiðlaskiptum. Væntanlega yrði þá allsherjar bankahrun á Grikklandi, verðbólga færi upp úr öllu valdi og atvinnuleysi sömuleiðis. Búast má við enn harðari óeirðum og pólitískri pattstöðu sem öfgaöfl gætu hugsanlega notfært sér. „Afleiðingarnar fyrir Grikkland yrðu alvarlegri en fyrir hin evruríkin," var haft eftir Jens Weidemann, bankastjóra þýska seðlabankans, í fjölmiðlum um síðustu helgi. Hin evruríkin stæðu hins vegar ekki síður frammi fyrir erfiðleikum, því að þrýstingur á evruna myndi væntanlega aukast til muna. Fjárfestar, fyrirtæki og einstaklingar myndu hika við að eiga evrur í bönkum þeirra ríkja, sem eftir brotthvarf Grikkja stæðu tæpast, nefnilega ríkja á borð við Írland og Portúgal, Ítalíu og Spán. Spurningin snýst hins vegar um það hvort grískum stjórnmálamönnum tekst í tæka tíð að komast að einhverri niðurstöðu um aðhaldsaðgerðir, sem hin evruríkin geta sætt sig við. Takist það ekki virðist brotthvarf þeirra af evrusvæðinu óhjákvæmilegt. Sem stendur er óvissan algjör. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira