Innlent

Fólkið frætt í matjurtagarði

Radísur Margar eru matjurtirnar.
Radísur Margar eru matjurtirnar.
Grasagarðurinn í Laugardal býður nú í maí áhugafólki um matjurtarækt að líta við og fræðast um sáningu, útplöntun og umhirðu matjurta. Þar er að mestu búið að stinga upp og jarðvegsbæta garðinn eftir því sem þörf krefur.

„Rabarbarinn kemur vel undan vetri og berjarunnarnir bíða klippingar. Kartöflurnar eru komnar niður og laukarnir líka ásamt fræjum af gulrót og svartrót. Til stendur að fjölga yrkjum af eplatrjám og alls kyns matjurtir eru til forræktunar inni í gróðurhúsi," segir í tilkynningu um matjurtafræðsluna sem, að uppstigningardegi undanskildum, fer fram alla þriðjudags- og fimmtudagsmorgna út maí.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×