Menning

Líttu inn í Salnum

Þýski píanóleikarinn Thomas Hell kemur fram á hádegstónleikum í Salnum á fimmtudag. Þetta eru þriðju tónleikarnir í röðinni Líttu inn í hádeginu.

Thomas Hell flytur rómantískt 19. aldar píanóverk eftir Johannes Brahms og nokkrar etýður eftir György Ligeti á tónleikunum. Þess má geta að Hell hefur getið sér góðs orðs í Evrópu og Japan fyrir flutning sinn á verkum Ligetis.

Thomas Hell hefur hljóðritað fjölda hljómdiska, unnið til verðlauna í þýskum og alþjóðlegum píanókeppnum og hefur hann meðal annars hlotið fyrstu verðlaun í Concours international de piano d?Orléans.

Hann hefur jafnframt komið fram víða í Evrópu, í Japan og í Rússlandi. Thomas Hell kennir við Staatliche Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Stuttgart, auk þess að halda opnar kennslustundir við ýmsa tónlistarháskóla svo sem við Tónlistarakademíuna í Árósum og við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.