Bæjarfulltrúar svara 100 körlum: Ofbeldi er aldrei líðandi 18. janúar 2012 16:14 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum hafa svarað karlmönnunum hundrað sem sendu bréf til bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum, lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóra ÍBV spurningar um það kynferðisofbeldi sem framið hefur verið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og hvaða áhrif það gæti haft á fyrirkomulag og framtíð hátíðarinnar. Í yfirlýsingu bæjarstjórnar er bréfriturum þakkaður sá áhugi „sem þeir hafa á öryggismálum á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum. Þeir segja það samfélagslega ábyrgð okkar allra að hindra að ofbeldisverk séu framin. Því erum við sammála." Fulltrúarnir segjast einnig deila með bréfriturum áhyggjum á því samfélagslega meini sem kynferðisofbeldi er, enda sé það með alvarlegri brestum í mannlegum samskiptum. „Því er mikilvægt að einskis verði látið ófreistað til að sporna gegn því. Bréfritarar segja: „ábyrgð nauðgunar getur aldrei legið annarsstaðar en hjá gerandanum sjálfum. Það er sorglegt að tiltölulega fámennur hópur ofbeldismanna geti valdið svo miklum skaða og varpað um leið dökkum skugga á viðburð sem annars er ætlaður til ánægju". Bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum taka heilshugar undir þetta enda er eitt af markmiðum þeirra að draga úr og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir ofbeldi, hvert svo sem brotið er." Þá segir að veitt verði heimild fyrir Þjóðhátíð komandi sumar eins og síðustu 130 ár. „Þjóðhátíðin er fjölskylduhátíð Eyjamanna þar sem áhersla er lögð á byggðasögulegar rætur svo sem tónlistarhefð, matarvenjur og hefðir sem mótast hafa á seinustu öldum. Sjálf erum við þátttakendur í hátíðinni með börnum okkar og ástvinum. Bæjarfulltrúar munu því gera allt sem í þeirra valdi stendur til að upplifun gesta Þjóðhátíðar verði eins jákvæð og kostur er. Þar undir falla forvarnir gegn ofbeldisbrotum sem eru og eiga ávallt að vera forgangsmál." Ennfremur segir að vegna atvika sem hafa komið upp hafi forvarnir verið til sérstakrar skoðunar og mun það vera markmið Vestmannaeyjabæjar að koma í veg fyrir þann harmleik sem hvert og eitt brot er. „Undirrituð taka undir með bréfriturun sem segja að „ábyrgð nauðgunar getur aldrei legið annarsstaðar en hjá gerandanum sjálfum. Það er sorglegt að tiltölulega fámennur hópur ofbeldismanna geti valdið svo miklum skaða og varpað um leið dökkum skugga á viðburð sem annars er ætlaður til ánægju". Rétt eins og bréfritarar líta bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum ofbeldi alvarlegum augum enda er það aldrei líðandi," segir að lokum. Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum hafa svarað karlmönnunum hundrað sem sendu bréf til bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum, lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóra ÍBV spurningar um það kynferðisofbeldi sem framið hefur verið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og hvaða áhrif það gæti haft á fyrirkomulag og framtíð hátíðarinnar. Í yfirlýsingu bæjarstjórnar er bréfriturum þakkaður sá áhugi „sem þeir hafa á öryggismálum á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum. Þeir segja það samfélagslega ábyrgð okkar allra að hindra að ofbeldisverk séu framin. Því erum við sammála." Fulltrúarnir segjast einnig deila með bréfriturum áhyggjum á því samfélagslega meini sem kynferðisofbeldi er, enda sé það með alvarlegri brestum í mannlegum samskiptum. „Því er mikilvægt að einskis verði látið ófreistað til að sporna gegn því. Bréfritarar segja: „ábyrgð nauðgunar getur aldrei legið annarsstaðar en hjá gerandanum sjálfum. Það er sorglegt að tiltölulega fámennur hópur ofbeldismanna geti valdið svo miklum skaða og varpað um leið dökkum skugga á viðburð sem annars er ætlaður til ánægju". Bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum taka heilshugar undir þetta enda er eitt af markmiðum þeirra að draga úr og reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir ofbeldi, hvert svo sem brotið er." Þá segir að veitt verði heimild fyrir Þjóðhátíð komandi sumar eins og síðustu 130 ár. „Þjóðhátíðin er fjölskylduhátíð Eyjamanna þar sem áhersla er lögð á byggðasögulegar rætur svo sem tónlistarhefð, matarvenjur og hefðir sem mótast hafa á seinustu öldum. Sjálf erum við þátttakendur í hátíðinni með börnum okkar og ástvinum. Bæjarfulltrúar munu því gera allt sem í þeirra valdi stendur til að upplifun gesta Þjóðhátíðar verði eins jákvæð og kostur er. Þar undir falla forvarnir gegn ofbeldisbrotum sem eru og eiga ávallt að vera forgangsmál." Ennfremur segir að vegna atvika sem hafa komið upp hafi forvarnir verið til sérstakrar skoðunar og mun það vera markmið Vestmannaeyjabæjar að koma í veg fyrir þann harmleik sem hvert og eitt brot er. „Undirrituð taka undir með bréfriturun sem segja að „ábyrgð nauðgunar getur aldrei legið annarsstaðar en hjá gerandanum sjálfum. Það er sorglegt að tiltölulega fámennur hópur ofbeldismanna geti valdið svo miklum skaða og varpað um leið dökkum skugga á viðburð sem annars er ætlaður til ánægju". Rétt eins og bréfritarar líta bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum ofbeldi alvarlegum augum enda er það aldrei líðandi," segir að lokum.
Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira