Leik lokið: Ísland - Noregur 34-32 | Stórbrotinn sigur eftir ótrúlega lokamínútu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2012 15:47 Strákarnir fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Nordic Photos / AFP Strákarnir okkar sýndu hvað í þeim býr eftir hreint magnaðan sigur á Noregi á EM í handbolta í kvöld. Lokamínúta leiksins á lengi eftir að lifa í minnum Íslendinga. Noregur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 20-18, og komust svo fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Hægt og rólega náðu Íslendingar að koma sér aftur inn í leikinn, jafna metin og komast yfir. Markvörðurinn Ole Erevik náði hins vegar að loka norska markinu á síðustu mínútunum og Norðmenn jöfnuðu og héldu í sókn þegar ein mínúta var eftir og staðan jöfn, 32-32. En þá tók Björgvin Páll Gústavsson við sér og varði eitt af fáum skotum sínum í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði úr hraðaupphlaupi, Björgvin Páll varði svo aftur og Róbert Gunnarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út. Þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 25-21 í leiknum og Guðmundur Guðmundsson ákvað að taka leikhlé. Það átti eftir að reynast afar skynsamleg ákvörðun því eftir það sýndu strákarnir hversu vel þeir geta spilað. Það var engin sýning - heldur bættu þeir sinn leik hægt og rólega þar til að þeir voru komnir yfir, 31-30, og sex mínútur eftir. Ísland skoraði þrettán mörk gegn sjö á síðustu 20 mínútum leiksins og svo sjö mörk gegn tveimur á síðustu tíu mínútunum. Þeir stigu upp á hárréttum tíma - alveg eins og Króatarnir gerðu gegn Íslandi á mánudagskvöldið. Niðurstaðan var gríðarlega mikilvægur sigur því tap hefði þýtt að Ísland hefði ekki átt möguleika að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Nú mæta strákarnir Slóvenum á föstudaginn og jafntefli dugir þar til að fara áfram með umrædd tvö stig. Róbert Gunnarsson var frábær í dag en hann skoraði níu mörk úr jafn mörgum skotum. Það var einstaklega gaman að sjá hann ná sínu besta fram í kvöld, sérstaklega þar sem hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Guðjón Valur nýtti færin sín einnig vel í dag og Aron Pálmarsson spilaði glimrandi vel - sérstaklega gekk honum vel að finna Róbert á línunni. Þórir fékk úr litlu að moða og Alexander og Arnór hafa oft spilað betur þrátt fyrir að hafa átt ágætar rispur inn á milli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og þá sérstaklega í varnarleik íslenska liðsins. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung enda fékk liðið þá 20 mörk á sig. Vörnin small þó í seinni hálfleik og Björgvin Páll, sem átti annars afar rólegan dag, stóð sig frábærlega þegar mest á reyndi. Hreiðar Levý Guðmundsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum en náði sér ekki heldur á strik. Þá er greinilegt að Ingimundur Ingimundarson er enn að ná sér af sínum meiðslum því hann átti mjög erfitt uppdráttar í þá fáu mínútur sem hann spilaði. En Sverre Jakobsson stóð vaktina vel í seinni hálfleik og Vignir Svavarsson átti einnig góða innkomu en vörnin var sem fyrr segir mun sterkari í seinni hálfleik, sérstaklega á síðustu 20 mínútunum. Strákarnir hafa þó oft spilað mun betur en í kvöld og það er deginum ljósara að þeir eiga svo miklu meira inni fyrir framhaldið. Sem betur fer fá þeir tækifæri til að sýna fram á það. Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Strákarnir okkar sýndu hvað í þeim býr eftir hreint magnaðan sigur á Noregi á EM í handbolta í kvöld. Lokamínúta leiksins á lengi eftir að lifa í minnum Íslendinga. Noregur hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 20-18, og komust svo fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik. Hægt og rólega náðu Íslendingar að koma sér aftur inn í leikinn, jafna metin og komast yfir. Markvörðurinn Ole Erevik náði hins vegar að loka norska markinu á síðustu mínútunum og Norðmenn jöfnuðu og héldu í sókn þegar ein mínúta var eftir og staðan jöfn, 32-32. En þá tók Björgvin Páll Gústavsson við sér og varði eitt af fáum skotum sínum í leiknum. Vignir Svavarsson skoraði úr hraðaupphlaupi, Björgvin Páll varði svo aftur og Róbert Gunnarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út. Þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 25-21 í leiknum og Guðmundur Guðmundsson ákvað að taka leikhlé. Það átti eftir að reynast afar skynsamleg ákvörðun því eftir það sýndu strákarnir hversu vel þeir geta spilað. Það var engin sýning - heldur bættu þeir sinn leik hægt og rólega þar til að þeir voru komnir yfir, 31-30, og sex mínútur eftir. Ísland skoraði þrettán mörk gegn sjö á síðustu 20 mínútum leiksins og svo sjö mörk gegn tveimur á síðustu tíu mínútunum. Þeir stigu upp á hárréttum tíma - alveg eins og Króatarnir gerðu gegn Íslandi á mánudagskvöldið. Niðurstaðan var gríðarlega mikilvægur sigur því tap hefði þýtt að Ísland hefði ekki átt möguleika að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Nú mæta strákarnir Slóvenum á föstudaginn og jafntefli dugir þar til að fara áfram með umrædd tvö stig. Róbert Gunnarsson var frábær í dag en hann skoraði níu mörk úr jafn mörgum skotum. Það var einstaklega gaman að sjá hann ná sínu besta fram í kvöld, sérstaklega þar sem hann náði sér ekki á strik í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Guðjón Valur nýtti færin sín einnig vel í dag og Aron Pálmarsson spilaði glimrandi vel - sérstaklega gekk honum vel að finna Róbert á línunni. Þórir fékk úr litlu að moða og Alexander og Arnór hafa oft spilað betur þrátt fyrir að hafa átt ágætar rispur inn á milli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og þá sérstaklega í varnarleik íslenska liðsins. Fyrri hálfleikur var hrein hörmung enda fékk liðið þá 20 mörk á sig. Vörnin small þó í seinni hálfleik og Björgvin Páll, sem átti annars afar rólegan dag, stóð sig frábærlega þegar mest á reyndi. Hreiðar Levý Guðmundsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum en náði sér ekki heldur á strik. Þá er greinilegt að Ingimundur Ingimundarson er enn að ná sér af sínum meiðslum því hann átti mjög erfitt uppdráttar í þá fáu mínútur sem hann spilaði. En Sverre Jakobsson stóð vaktina vel í seinni hálfleik og Vignir Svavarsson átti einnig góða innkomu en vörnin var sem fyrr segir mun sterkari í seinni hálfleik, sérstaklega á síðustu 20 mínútunum. Strákarnir hafa þó oft spilað mun betur en í kvöld og það er deginum ljósara að þeir eiga svo miklu meira inni fyrir framhaldið. Sem betur fer fá þeir tækifæri til að sýna fram á það.
Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira