Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Keflavík - 0-4 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 5. júlí 2012 18:30 Keflavík bar sigur úr býtum gegn lánlausum Blikum, 4-0, í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Kópavogsvellinum. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og skoruðu öll mörk sín í síðari hálfleiknum. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið fengu strax fín færi í upphafi. Blikar voru örlítið sterkari í byrjun og virtust hafa ágæt tök á leiknum. Gestirnir frá Keflavík aftur á móti sótti í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og náðu smá saman yfirhöndinni á vellinum. Þegar um hálftími var liðin af leiknum var aðeins eitt lið á vellinum og það voru Keflvíkingar. Þeir fengu hvert dauðafærið á fætur öðru og með ólíkindum að boltinn hafi ekki farið í netið. Staðan var 0-0 í hálfleik og Blikar þurftu heldur betur að fara yfir málin inn í klefa. Keflvíkingar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og voru ekki lengi að setja fyrsta mark leiksins. Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur, fékk frábæra stungusendingu frá Arnóri Ingva Traustasyni. Sigurbergur hélt boltanum vel hjá sér og missti aldrei einbeitinguna, renndi síðan knettinum framhjá Ingvari Kale í markinu. Vel að verki staðið hjá Sigurbergi. Gestirnir voru ekki lengi að bæta við öðru marki en það kom aðeins þremur mínútum síðar skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson annað mark Keflavíkur í leiknum, en markið verður að skrifast á algjört einbeitingaleysi hjá Ingvari Kale og Finn Orra Margeirssyni. Sigurbergur Elísson átti fyrirgjöf inn í teiginn sem lítil hætta stafaði að. Ingvar Kale og Finnur Orri létu aftur á móti boltann fara framhjá sér sem endaði með því að Jóhann setti knöttinn í autt markið. Keflvíkingar gerðu síðan útum leikinn rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok þegar Guðmundur Steinarsson skoraði flott mark fyrir gestina. Guðmundur fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Blika og lagði knöttinn laglega í netið. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði síðan fjórða mark leiksins þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma og fullkomnaði leik Keflvíkinga. Leiknum lauk með öruggum sigri Keflavík, 4-0, og Blikar litu vægast sagt illa út í kvöld. Zoran: Við eigum bara eftir að bæta okkur„Við vorum frábærir í síðari hálfleiknum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnum liðsins," sagði Zoran Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Liðið skapaði sér heilann helling af færum og við hefðum í raun átt að setja fleiri mörk. Þetta er gríðarlega ungt lið og við eigum aðeins eftir að verða betri." „Ég verð að vera sáttur með stöðu liðsins þegar við erum komnir svona langt inn í mótið og þetta lítur betur og betur út," Hægt er að sjá myndband af viðtalinu í heild sinni hér að ofan. Jóhann Birnir: Skulduðum eitt stykki seinni hálfleik„Við vorum frábærir, sérstaklega í síðari hálfleik," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, eftir sigurinn gegn Blikum. „Við skulduðum seinni hálfleik síðan úr síðustu umferð, en við vorum ekki með meðvitund gegn Selfyssingum." „Þetta hófst allt hjá okkur undir lok fyrri hálfleiksins og við héldum bara áfram strax í byrjun síðari hálfleiksins og skoruðum fljótlega." „Við fengum fullt af færum og hefðum auðveldlega getað sett fleiri mörk. Blikar fengu reyndar sín færi."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Ólafur Kristjánsson: Við vorum hauslausir„Það er vægt til orða tekið að segja að við höfum verið rassskelltir,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir tapið. „Við vorum sérstaklega slakir í síðari hálfleiknum en liðið byrjaði leikinn ágætlega. Liðið nær einfaldlega ekki að fylgja eftir góðri byrjun sem er hlutur sem við þurfum að skoða.“ „Við töluðum vel um það í hálfleik hvernig við ætluðum að bregðast við en strákarnir mæta bara hauslausir út í síðari hálfleikinn.“ „Keflvíkingar fá samt sem áður mikið hrós en okkar frammistaða var til skammar.“Hægt að sjá myndbandið af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Keflavík bar sigur úr býtum gegn lánlausum Blikum, 4-0, í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Kópavogsvellinum. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og skoruðu öll mörk sín í síðari hálfleiknum. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið fengu strax fín færi í upphafi. Blikar voru örlítið sterkari í byrjun og virtust hafa ágæt tök á leiknum. Gestirnir frá Keflavík aftur á móti sótti í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og náðu smá saman yfirhöndinni á vellinum. Þegar um hálftími var liðin af leiknum var aðeins eitt lið á vellinum og það voru Keflvíkingar. Þeir fengu hvert dauðafærið á fætur öðru og með ólíkindum að boltinn hafi ekki farið í netið. Staðan var 0-0 í hálfleik og Blikar þurftu heldur betur að fara yfir málin inn í klefa. Keflvíkingar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og voru ekki lengi að setja fyrsta mark leiksins. Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur, fékk frábæra stungusendingu frá Arnóri Ingva Traustasyni. Sigurbergur hélt boltanum vel hjá sér og missti aldrei einbeitinguna, renndi síðan knettinum framhjá Ingvari Kale í markinu. Vel að verki staðið hjá Sigurbergi. Gestirnir voru ekki lengi að bæta við öðru marki en það kom aðeins þremur mínútum síðar skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson annað mark Keflavíkur í leiknum, en markið verður að skrifast á algjört einbeitingaleysi hjá Ingvari Kale og Finn Orra Margeirssyni. Sigurbergur Elísson átti fyrirgjöf inn í teiginn sem lítil hætta stafaði að. Ingvar Kale og Finnur Orri létu aftur á móti boltann fara framhjá sér sem endaði með því að Jóhann setti knöttinn í autt markið. Keflvíkingar gerðu síðan útum leikinn rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok þegar Guðmundur Steinarsson skoraði flott mark fyrir gestina. Guðmundur fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Blika og lagði knöttinn laglega í netið. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði síðan fjórða mark leiksins þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma og fullkomnaði leik Keflvíkinga. Leiknum lauk með öruggum sigri Keflavík, 4-0, og Blikar litu vægast sagt illa út í kvöld. Zoran: Við eigum bara eftir að bæta okkur„Við vorum frábærir í síðari hálfleiknum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnum liðsins," sagði Zoran Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Liðið skapaði sér heilann helling af færum og við hefðum í raun átt að setja fleiri mörk. Þetta er gríðarlega ungt lið og við eigum aðeins eftir að verða betri." „Ég verð að vera sáttur með stöðu liðsins þegar við erum komnir svona langt inn í mótið og þetta lítur betur og betur út," Hægt er að sjá myndband af viðtalinu í heild sinni hér að ofan. Jóhann Birnir: Skulduðum eitt stykki seinni hálfleik„Við vorum frábærir, sérstaklega í síðari hálfleik," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, eftir sigurinn gegn Blikum. „Við skulduðum seinni hálfleik síðan úr síðustu umferð, en við vorum ekki með meðvitund gegn Selfyssingum." „Þetta hófst allt hjá okkur undir lok fyrri hálfleiksins og við héldum bara áfram strax í byrjun síðari hálfleiksins og skoruðum fljótlega." „Við fengum fullt af færum og hefðum auðveldlega getað sett fleiri mörk. Blikar fengu reyndar sín færi."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Ólafur Kristjánsson: Við vorum hauslausir„Það er vægt til orða tekið að segja að við höfum verið rassskelltir,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir tapið. „Við vorum sérstaklega slakir í síðari hálfleiknum en liðið byrjaði leikinn ágætlega. Liðið nær einfaldlega ekki að fylgja eftir góðri byrjun sem er hlutur sem við þurfum að skoða.“ „Við töluðum vel um það í hálfleik hvernig við ætluðum að bregðast við en strákarnir mæta bara hauslausir út í síðari hálfleikinn.“ „Keflvíkingar fá samt sem áður mikið hrós en okkar frammistaða var til skammar.“Hægt að sjá myndbandið af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira