Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Keflavík - 0-4 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 5. júlí 2012 18:30 Keflavík bar sigur úr býtum gegn lánlausum Blikum, 4-0, í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Kópavogsvellinum. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og skoruðu öll mörk sín í síðari hálfleiknum. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið fengu strax fín færi í upphafi. Blikar voru örlítið sterkari í byrjun og virtust hafa ágæt tök á leiknum. Gestirnir frá Keflavík aftur á móti sótti í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og náðu smá saman yfirhöndinni á vellinum. Þegar um hálftími var liðin af leiknum var aðeins eitt lið á vellinum og það voru Keflvíkingar. Þeir fengu hvert dauðafærið á fætur öðru og með ólíkindum að boltinn hafi ekki farið í netið. Staðan var 0-0 í hálfleik og Blikar þurftu heldur betur að fara yfir málin inn í klefa. Keflvíkingar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og voru ekki lengi að setja fyrsta mark leiksins. Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur, fékk frábæra stungusendingu frá Arnóri Ingva Traustasyni. Sigurbergur hélt boltanum vel hjá sér og missti aldrei einbeitinguna, renndi síðan knettinum framhjá Ingvari Kale í markinu. Vel að verki staðið hjá Sigurbergi. Gestirnir voru ekki lengi að bæta við öðru marki en það kom aðeins þremur mínútum síðar skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson annað mark Keflavíkur í leiknum, en markið verður að skrifast á algjört einbeitingaleysi hjá Ingvari Kale og Finn Orra Margeirssyni. Sigurbergur Elísson átti fyrirgjöf inn í teiginn sem lítil hætta stafaði að. Ingvar Kale og Finnur Orri létu aftur á móti boltann fara framhjá sér sem endaði með því að Jóhann setti knöttinn í autt markið. Keflvíkingar gerðu síðan útum leikinn rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok þegar Guðmundur Steinarsson skoraði flott mark fyrir gestina. Guðmundur fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Blika og lagði knöttinn laglega í netið. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði síðan fjórða mark leiksins þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma og fullkomnaði leik Keflvíkinga. Leiknum lauk með öruggum sigri Keflavík, 4-0, og Blikar litu vægast sagt illa út í kvöld. Zoran: Við eigum bara eftir að bæta okkur„Við vorum frábærir í síðari hálfleiknum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnum liðsins," sagði Zoran Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Liðið skapaði sér heilann helling af færum og við hefðum í raun átt að setja fleiri mörk. Þetta er gríðarlega ungt lið og við eigum aðeins eftir að verða betri." „Ég verð að vera sáttur með stöðu liðsins þegar við erum komnir svona langt inn í mótið og þetta lítur betur og betur út," Hægt er að sjá myndband af viðtalinu í heild sinni hér að ofan. Jóhann Birnir: Skulduðum eitt stykki seinni hálfleik„Við vorum frábærir, sérstaklega í síðari hálfleik," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, eftir sigurinn gegn Blikum. „Við skulduðum seinni hálfleik síðan úr síðustu umferð, en við vorum ekki með meðvitund gegn Selfyssingum." „Þetta hófst allt hjá okkur undir lok fyrri hálfleiksins og við héldum bara áfram strax í byrjun síðari hálfleiksins og skoruðum fljótlega." „Við fengum fullt af færum og hefðum auðveldlega getað sett fleiri mörk. Blikar fengu reyndar sín færi."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Ólafur Kristjánsson: Við vorum hauslausir„Það er vægt til orða tekið að segja að við höfum verið rassskelltir,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir tapið. „Við vorum sérstaklega slakir í síðari hálfleiknum en liðið byrjaði leikinn ágætlega. Liðið nær einfaldlega ekki að fylgja eftir góðri byrjun sem er hlutur sem við þurfum að skoða.“ „Við töluðum vel um það í hálfleik hvernig við ætluðum að bregðast við en strákarnir mæta bara hauslausir út í síðari hálfleikinn.“ „Keflvíkingar fá samt sem áður mikið hrós en okkar frammistaða var til skammar.“Hægt að sjá myndbandið af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Keflavík bar sigur úr býtum gegn lánlausum Blikum, 4-0, í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Kópavogsvellinum. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og skoruðu öll mörk sín í síðari hálfleiknum. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið fengu strax fín færi í upphafi. Blikar voru örlítið sterkari í byrjun og virtust hafa ágæt tök á leiknum. Gestirnir frá Keflavík aftur á móti sótti í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og náðu smá saman yfirhöndinni á vellinum. Þegar um hálftími var liðin af leiknum var aðeins eitt lið á vellinum og það voru Keflvíkingar. Þeir fengu hvert dauðafærið á fætur öðru og með ólíkindum að boltinn hafi ekki farið í netið. Staðan var 0-0 í hálfleik og Blikar þurftu heldur betur að fara yfir málin inn í klefa. Keflvíkingar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiksins og voru ekki lengi að setja fyrsta mark leiksins. Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur, fékk frábæra stungusendingu frá Arnóri Ingva Traustasyni. Sigurbergur hélt boltanum vel hjá sér og missti aldrei einbeitinguna, renndi síðan knettinum framhjá Ingvari Kale í markinu. Vel að verki staðið hjá Sigurbergi. Gestirnir voru ekki lengi að bæta við öðru marki en það kom aðeins þremur mínútum síðar skoraði Jóhann Birnir Guðmundsson annað mark Keflavíkur í leiknum, en markið verður að skrifast á algjört einbeitingaleysi hjá Ingvari Kale og Finn Orra Margeirssyni. Sigurbergur Elísson átti fyrirgjöf inn í teiginn sem lítil hætta stafaði að. Ingvar Kale og Finnur Orri létu aftur á móti boltann fara framhjá sér sem endaði með því að Jóhann setti knöttinn í autt markið. Keflvíkingar gerðu síðan útum leikinn rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok þegar Guðmundur Steinarsson skoraði flott mark fyrir gestina. Guðmundur fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Blika og lagði knöttinn laglega í netið. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði síðan fjórða mark leiksins þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma og fullkomnaði leik Keflvíkinga. Leiknum lauk með öruggum sigri Keflavík, 4-0, og Blikar litu vægast sagt illa út í kvöld. Zoran: Við eigum bara eftir að bæta okkur„Við vorum frábærir í síðari hálfleiknum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnum liðsins," sagði Zoran Ljubicic, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Liðið skapaði sér heilann helling af færum og við hefðum í raun átt að setja fleiri mörk. Þetta er gríðarlega ungt lið og við eigum aðeins eftir að verða betri." „Ég verð að vera sáttur með stöðu liðsins þegar við erum komnir svona langt inn í mótið og þetta lítur betur og betur út," Hægt er að sjá myndband af viðtalinu í heild sinni hér að ofan. Jóhann Birnir: Skulduðum eitt stykki seinni hálfleik„Við vorum frábærir, sérstaklega í síðari hálfleik," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, eftir sigurinn gegn Blikum. „Við skulduðum seinni hálfleik síðan úr síðustu umferð, en við vorum ekki með meðvitund gegn Selfyssingum." „Þetta hófst allt hjá okkur undir lok fyrri hálfleiksins og við héldum bara áfram strax í byrjun síðari hálfleiksins og skoruðum fljótlega." „Við fengum fullt af færum og hefðum auðveldlega getað sett fleiri mörk. Blikar fengu reyndar sín færi."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Ólafur Kristjánsson: Við vorum hauslausir„Það er vægt til orða tekið að segja að við höfum verið rassskelltir,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir tapið. „Við vorum sérstaklega slakir í síðari hálfleiknum en liðið byrjaði leikinn ágætlega. Liðið nær einfaldlega ekki að fylgja eftir góðri byrjun sem er hlutur sem við þurfum að skoða.“ „Við töluðum vel um það í hálfleik hvernig við ætluðum að bregðast við en strákarnir mæta bara hauslausir út í síðari hálfleikinn.“ „Keflvíkingar fá samt sem áður mikið hrós en okkar frammistaða var til skammar.“Hægt að sjá myndbandið af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira