Moody's segir horfurnar neikvæðar fyrir Barclays Magnús Halldórsson skrifar 5. júlí 2012 11:20 Bob Diamond. Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun. Bob Diamond, sem sagði upp störfum sem forstjóri bankans, kom fyrir þingnefnd í Bretlandi í gær og tjáði sig um málið eins og það horfði við honum. Hann sagði m.a. að hann hefði orðið reiður, sorgmæddur og vonsvikinn þegar hann las tölvupósta miðlara bankans sem sögðust ætla að skála í kampavíni ef aðgerðir þeirra, sem voru ólöglegar, myndu hafa þau áhrif að þeir fengju hærri bónusgreiðslur. Diamond sagði enn fremur að ekkert afsakaði lögbrot starfsmanna bankans, og það væri hans skoðun að það ætti að lögsækja þá sem stóðu með vítaverðum hætti að málum. Hann sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um hvernig í málinu hefði legið fyrr en breska fjármálaeftirlitið kynnti honum niðurstöður rannsóknar sinnar í síðasta mánuði. Hann fór síðan ítarlega í gegnum atburðarásina haustið 2008, m.a. þegar Paul Tucker, einn framkvæmdastjóra Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, ræddi við Diamond um það að hann væri undir þrýstingi frá háttsettum mönnum í ríkisstjórn Gordons Browns um að vaxtaálag á breska banka, þar á meðal Barclays, myndi lækka. Diamond sagðist hafa komið þessum upplýsingum til yfirmanns miðlara bankans, sem hafi litið svo á að þeir ættu að grípa til aðgerða til þess að lækka álagið, enda hafi þröng staða á fjármálamörkuðum á þessum tíma ógnar fjármálakerfi landsins. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's breytti horfum í mati sínu á stöðu Barclays bankans í neikvæðar vegna áhrifa vaxtasvindlsins bankans á starfsemi hans. Bankinn samþykkti að greiða 290 milljónir punda í sekt, jafnvirði um 57 milljarða króna, vegna lögbrota sem framin voru í október 2008 þegar starfsmenn Barclays fölsuðu vaxtaálag á skuldir bankans með markaðsmisnotkun. Bob Diamond, sem sagði upp störfum sem forstjóri bankans, kom fyrir þingnefnd í Bretlandi í gær og tjáði sig um málið eins og það horfði við honum. Hann sagði m.a. að hann hefði orðið reiður, sorgmæddur og vonsvikinn þegar hann las tölvupósta miðlara bankans sem sögðust ætla að skála í kampavíni ef aðgerðir þeirra, sem voru ólöglegar, myndu hafa þau áhrif að þeir fengju hærri bónusgreiðslur. Diamond sagði enn fremur að ekkert afsakaði lögbrot starfsmanna bankans, og það væri hans skoðun að það ætti að lögsækja þá sem stóðu með vítaverðum hætti að málum. Hann sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um hvernig í málinu hefði legið fyrr en breska fjármálaeftirlitið kynnti honum niðurstöður rannsóknar sinnar í síðasta mánuði. Hann fór síðan ítarlega í gegnum atburðarásina haustið 2008, m.a. þegar Paul Tucker, einn framkvæmdastjóra Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, ræddi við Diamond um það að hann væri undir þrýstingi frá háttsettum mönnum í ríkisstjórn Gordons Browns um að vaxtaálag á breska banka, þar á meðal Barclays, myndi lækka. Diamond sagðist hafa komið þessum upplýsingum til yfirmanns miðlara bankans, sem hafi litið svo á að þeir ættu að grípa til aðgerða til þess að lækka álagið, enda hafi þröng staða á fjármálamörkuðum á þessum tíma ógnar fjármálakerfi landsins.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira