Þó Ferrari hafi unnið tvo er allt opið Birgir Þór Harðarson skrifar 5. júlí 2012 06:00 McLaren liðið gerir ekki ráð fyrir að Red Bull hafi nokkra yfirburði þegar Formúla 1 stoppar næst á Silverstone brautinni í Bretlandi. Brautin er sögufræg og hefur haldið marga af ótrúlegustu kappökstrum sögunnar. Sam Michael íþróttastjóri McLaren segir bíla liðsins henta Silverstone mjög vel. "Kostir Red Bull bílsins eru beintengdir brautartegundum. Valencia var ekki þannig braut þó þeir hafi undanfarin ár haft yfirburði þar. Þegar við horfum til Silverstone um komandi helgi held ég að McLaren-bíllinn verði betri en Red Bull." Sigurinn bíður hins vegar á silfurfati eftir hverjum þeim sem nær fullkominni helgi. Allt þarf að ganga upp svo sigur vinnist í Bretlandi. Fernando Alonso vann á Silverstone í fyrra. Það var fremur óvæntur sigur hjá Ferrari ökuþórnum enda hafði Red Bull haft höfuð og herðar yfir keppinauta sína það sem af var tímabili. Fernando mætir til Bretlands með tvo sigra á tímabilinu, fleiri en nokkur annar ökumaður á ráslínunni. Hann verður að teljast sigurstranglegur enda búinn að vera að í fantaformi undanfarið. Liðsfélagi hans er þó óviss við hverju hann á að búast af Ferrari á Silverstone. Rob Smedley segir þó að Massa hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi og að aðeins vanti örlítinn herslumun svo hann nái góðum úrslitum. Bretar eru vitlausir í Formúlu 1. Þeir fjölmenna yfirleitt á Silverstone og standa með sínum ökuþórum sem í ár eru þrír. Bretunum finnst sérstaklega gaman þegar þeirra menn sigra. Sem dæmi um það smíðuðu þeir hugtakið "Mansell Mania" til heiðurs Nigel Mansell, sem löngu er orðinn að goðsögn í kappakstursheimum. Mansell sigraði þrisvar á Silverstone fyrir hið breska Williams-lið. BrautinSilverstone brautin á BretalandiEftir breytingar sem gerðar voru á brautinni fyrir tímabilið 2010 er brautin orðin mun tæknilegri og flóknari fyrir ökumenn og vélvirkja. Bíllinn þarf að hafa fullkomið jafnvægi í hröðum beygjunum og mikinn endahraða á löngu beinu köflunum. Fyrsta Grand Prix keppnin sem haldin var undir merkjum Formúlu 1 var á Silverstone árið 1950. Síðan þá hefur hún verði á dagskrá Formúlunnar með nokkrum hléum. Henni hefur verið breytt talsvert frá upphaflegri mynd. Hver beygja fyrir sig á sína mögnuðu sögu. Brautin er byggð í kringum herflugvöll sem lagður var í Seinni heimstyrjöldinni. Fyrstu árin voru flugbrautirnar meira að segja notaðar undir brautina sjálfa. Í dag hefur flugvöllurinn verið rifinn og búið að koma fyrir fullkomnum og nútímalegum mannvirkjum inn í hringnum. Mörg keppnisliðin hafa höfuðstöðvar nálægt brautinni svo það er stutt að fara fyrir Force India, Williams, Red Bull og fleiri. Hér má sjá tímatökuhring Mark Webber síðan í fyrra: Brautin hefst á nýja ráskaflanum. Þaðan fljúga ökumenn inn í Abbey-beygjuna, þeir allra hörðustu með gjöfina í botni. Við tekur Farm (Ireland) beygjan, The Loop og Arena. Allar eru þær frekar krappar og flóknar. Ökumenn mega opna DRS vænginn á beina kaflanum niður Wellington kaflann og að Brooklands. Þar tekur við svæði þar sem reynir mjög á skyn ökumannsins fyrir gripi dekkjana og brautarinnar. Mark Webber ákvað að taka Luffield-beygjuna mjög djúpt í fyrra til að hámarka hraðann í gegnum Woodcote og að Copse-beygjunni þar sem hann hraðskiptir niður um gír áður en hann neglir gjöfina aftur í gólfið. Maggots og Becketts eru nánast eina og sama beygjan. Gríðarlega vandasamt getur verið að komast þaðan út svo vel sé nái maður Maggots ekki vel. Eftir Becketts tekur Hangar kaflinn við. Þar liggur brautin í brekku niður að Stowe og ökumenn ná hátt í 310 kílómetra hraða. Stowe er svo tekin á 200 kílómetra hraða. Þá eru aðeins þrjár beygur eftir. Vale-beygjan er kröpp vinstribeygja þar sem mikilvægt er að missa ekki af bremsupunktinum því um leið og maður er hálfnaður með Vale tekur Club-beygjan við sem leiðir bílinn inn á ráskaflann á ný. Ótrúlegur hringur.DRS svæði: Á Wellington kaflanum. Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og hörð (prime) Efstu þrír árið 2011: 1. Fernando Alonso - Ferrari 2. Sebastian Vettel – Red Bull 3. Mark Webber – Red Bull Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Fimmtudagur: 9:00 Æfing 1 13:00 Æfing 2Laugardagur: 8:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Breski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir áttaumferðirÖkumenn 1. Fernando Alonso - 111 stig 2. Mark Webber - 91 3. Lewis Hamilton - 88 4. Sebastian Vettel - 85 5. Nico Rosberg - 75 6. Kimi Raikkönen - 73 7. Roman Grosjean - 53 8. Jenson Button - 49 9. Sergio Perez - 39 10. Pastor Maldonado - 29Bílasmiðir 1. Red Bull - 176 stig 2. McLaren - 137 3. Lotus - 126 4. Ferrari - 122 5. Mercedes - 92 Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
McLaren liðið gerir ekki ráð fyrir að Red Bull hafi nokkra yfirburði þegar Formúla 1 stoppar næst á Silverstone brautinni í Bretlandi. Brautin er sögufræg og hefur haldið marga af ótrúlegustu kappökstrum sögunnar. Sam Michael íþróttastjóri McLaren segir bíla liðsins henta Silverstone mjög vel. "Kostir Red Bull bílsins eru beintengdir brautartegundum. Valencia var ekki þannig braut þó þeir hafi undanfarin ár haft yfirburði þar. Þegar við horfum til Silverstone um komandi helgi held ég að McLaren-bíllinn verði betri en Red Bull." Sigurinn bíður hins vegar á silfurfati eftir hverjum þeim sem nær fullkominni helgi. Allt þarf að ganga upp svo sigur vinnist í Bretlandi. Fernando Alonso vann á Silverstone í fyrra. Það var fremur óvæntur sigur hjá Ferrari ökuþórnum enda hafði Red Bull haft höfuð og herðar yfir keppinauta sína það sem af var tímabili. Fernando mætir til Bretlands með tvo sigra á tímabilinu, fleiri en nokkur annar ökumaður á ráslínunni. Hann verður að teljast sigurstranglegur enda búinn að vera að í fantaformi undanfarið. Liðsfélagi hans er þó óviss við hverju hann á að búast af Ferrari á Silverstone. Rob Smedley segir þó að Massa hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi og að aðeins vanti örlítinn herslumun svo hann nái góðum úrslitum. Bretar eru vitlausir í Formúlu 1. Þeir fjölmenna yfirleitt á Silverstone og standa með sínum ökuþórum sem í ár eru þrír. Bretunum finnst sérstaklega gaman þegar þeirra menn sigra. Sem dæmi um það smíðuðu þeir hugtakið "Mansell Mania" til heiðurs Nigel Mansell, sem löngu er orðinn að goðsögn í kappakstursheimum. Mansell sigraði þrisvar á Silverstone fyrir hið breska Williams-lið. BrautinSilverstone brautin á BretalandiEftir breytingar sem gerðar voru á brautinni fyrir tímabilið 2010 er brautin orðin mun tæknilegri og flóknari fyrir ökumenn og vélvirkja. Bíllinn þarf að hafa fullkomið jafnvægi í hröðum beygjunum og mikinn endahraða á löngu beinu köflunum. Fyrsta Grand Prix keppnin sem haldin var undir merkjum Formúlu 1 var á Silverstone árið 1950. Síðan þá hefur hún verði á dagskrá Formúlunnar með nokkrum hléum. Henni hefur verið breytt talsvert frá upphaflegri mynd. Hver beygja fyrir sig á sína mögnuðu sögu. Brautin er byggð í kringum herflugvöll sem lagður var í Seinni heimstyrjöldinni. Fyrstu árin voru flugbrautirnar meira að segja notaðar undir brautina sjálfa. Í dag hefur flugvöllurinn verið rifinn og búið að koma fyrir fullkomnum og nútímalegum mannvirkjum inn í hringnum. Mörg keppnisliðin hafa höfuðstöðvar nálægt brautinni svo það er stutt að fara fyrir Force India, Williams, Red Bull og fleiri. Hér má sjá tímatökuhring Mark Webber síðan í fyrra: Brautin hefst á nýja ráskaflanum. Þaðan fljúga ökumenn inn í Abbey-beygjuna, þeir allra hörðustu með gjöfina í botni. Við tekur Farm (Ireland) beygjan, The Loop og Arena. Allar eru þær frekar krappar og flóknar. Ökumenn mega opna DRS vænginn á beina kaflanum niður Wellington kaflann og að Brooklands. Þar tekur við svæði þar sem reynir mjög á skyn ökumannsins fyrir gripi dekkjana og brautarinnar. Mark Webber ákvað að taka Luffield-beygjuna mjög djúpt í fyrra til að hámarka hraðann í gegnum Woodcote og að Copse-beygjunni þar sem hann hraðskiptir niður um gír áður en hann neglir gjöfina aftur í gólfið. Maggots og Becketts eru nánast eina og sama beygjan. Gríðarlega vandasamt getur verið að komast þaðan út svo vel sé nái maður Maggots ekki vel. Eftir Becketts tekur Hangar kaflinn við. Þar liggur brautin í brekku niður að Stowe og ökumenn ná hátt í 310 kílómetra hraða. Stowe er svo tekin á 200 kílómetra hraða. Þá eru aðeins þrjár beygur eftir. Vale-beygjan er kröpp vinstribeygja þar sem mikilvægt er að missa ekki af bremsupunktinum því um leið og maður er hálfnaður með Vale tekur Club-beygjan við sem leiðir bílinn inn á ráskaflann á ný. Ótrúlegur hringur.DRS svæði: Á Wellington kaflanum. Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og hörð (prime) Efstu þrír árið 2011: 1. Fernando Alonso - Ferrari 2. Sebastian Vettel – Red Bull 3. Mark Webber – Red Bull Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Fimmtudagur: 9:00 Æfing 1 13:00 Æfing 2Laugardagur: 8:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Breski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir áttaumferðirÖkumenn 1. Fernando Alonso - 111 stig 2. Mark Webber - 91 3. Lewis Hamilton - 88 4. Sebastian Vettel - 85 5. Nico Rosberg - 75 6. Kimi Raikkönen - 73 7. Roman Grosjean - 53 8. Jenson Button - 49 9. Sergio Perez - 39 10. Pastor Maldonado - 29Bílasmiðir 1. Red Bull - 176 stig 2. McLaren - 137 3. Lotus - 126 4. Ferrari - 122 5. Mercedes - 92
Formúla Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira