Körfubolti

Sjötti leikur Heat og Celtics jafnaði áhorfsmet - oddaleikurinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lebron James segir eitthvað fyndið við Chris Bosh eftir síðasta leik en vill greinilega ekki að neinn geti séð hvað hann sagði.
Lebron James segir eitthvað fyndið við Chris Bosh eftir síðasta leik en vill greinilega ekki að neinn geti séð hvað hann sagði. Mynd/AP
Miami Heat og Boston Celtics mætast í kvöld í sjöunda leik í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í lokaúrslitunum á móti Oklahoma City Thunder. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Heimasíða NBA-deildarinni segir frá því að það hafi verið jafnað áhorfsmet á NBA-leik á kapalstöð þegar Miami jafnaði einvígið með sigri í sjötta leiknum í Boston á fimmtudaginn. Leikurinn var sýndur á ESPN-sjónvarpsstöðinni og það er 40 prósent meira áhorf á einvígi Heat og Celtics í ár en úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í fyrra.

Miami Heat kom til baka í síðasta leik ekki síst vegna frábærrar spilamennsku hjá LeBron James (45 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar) en í kvöld verður spennandi að sjá hvort "gömlu" karlarnir í Boston ætli ekki að eiga síðasta orðið í einvíginu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×