Innlent

Skólamatur óhollari en "sveitt pizzusneið“

BBI skrifar
Venjuleg máltíð úr skólamötuneyti reyndist óhollari en „sveitt pizzusneið" af skyndibitastað. Þetta kom fram í heimildaþættinum Stóra Þjóðin sem Inga Lind Karlsdóttir stýrir.

Inga fékk efnafræðinga hjá Matís til að efnagreina snitsel-sneið úr skólamötuneyti í Salaskóla í Kópavogi. Það kom á daginn að sneiðin innihélt 240 hitaeiningar (kcal) í hundrað grömmum, þar af 16-17% kolvetni og 11% fitu. Til samanburðar inniheldur hreint kjöt á milli 110-140 hitaeiningar í hundrað grömmum, þar af ekkert kolvetni og 3-6% af fitu. Mötuneytisfæðan reyndist því um helmingi óhollari en hrein kjötvara.

Þátturinn var sýndur miðvikudaginn á Stöð2 og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá brot úr þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×