Rýnt í vinsældir Of Monsters and Men 15. mars 2012 21:15 Of Monsters and Men Íslenskur námsmaður í Chicago í Bandaríkjunum hefur birt afar áhugaverða glærukynningu um hljómsveitina Of Monsters and Men. Í kynningunni fjallar hann um þær ástæður sem liggja að baki vinsældum hljómsveitarinnar og varpar hún ljósi á mikilvægt samspil internetsins og lukku. Það var Björgvin Ingi Ólafsson, MBA nemi við Kellogg School of Management í Northwestern háskólanum í Chicago, sem setti kynninguna saman. Björgvin segir að vinsældir Of Monsters and Men séu með ólíkindum - þá sérstaklega með tilliti til starfsaldurs hljómsveitarinnar. Hljómsveitin spilaði á South by Southwest listahátíðinni í Austin á dögunum ásamt fleiri íslenskum hljómsveitum. "Ég keypti miða á tónleika þeirra hér í Chicago. Stuttu seinna kemst ég að því að það var uppselt á tónleikana og ákveðið hafði verið að færa þá á stærri stað. Miðarnir seldust aftur upp skömmu síðar." Björgvin fór þá á stúfana og komst að því að þetta var raunin á flestum tónleikum hljómsveitarinnar. "Mín kenning er sú að þetta sé í raun hálfgert happdrætti - hvort að maður slær í gegn á heimsvísu eða ekki," sagði Björgvin. "Vinningslíkurnar í þessu happdrætti hafa aukist með þeirri miklu samtengingu fólks sem fylgt hefur internetinu, en það virðist þó vera ákveðið handahóf sem ræður úrslitum." Kynningin er yfirgripsmikil og nákvæm. Aðspurður sagði Björgvin að hann hafi verið í miðjum prófum þegar hann setti hana saman. "Ég hefði náttúrulega átt að vera að læra," sagði Björgvin. Hægt er að skoða kynningu Björgvins hér fyrir neðan. Einnig er hægt að nálgast hana hér.How an unknown Icelandic band became a huge success in the US without even visitingView more presentations from Bo Olafsson Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Íslenskur námsmaður í Chicago í Bandaríkjunum hefur birt afar áhugaverða glærukynningu um hljómsveitina Of Monsters and Men. Í kynningunni fjallar hann um þær ástæður sem liggja að baki vinsældum hljómsveitarinnar og varpar hún ljósi á mikilvægt samspil internetsins og lukku. Það var Björgvin Ingi Ólafsson, MBA nemi við Kellogg School of Management í Northwestern háskólanum í Chicago, sem setti kynninguna saman. Björgvin segir að vinsældir Of Monsters and Men séu með ólíkindum - þá sérstaklega með tilliti til starfsaldurs hljómsveitarinnar. Hljómsveitin spilaði á South by Southwest listahátíðinni í Austin á dögunum ásamt fleiri íslenskum hljómsveitum. "Ég keypti miða á tónleika þeirra hér í Chicago. Stuttu seinna kemst ég að því að það var uppselt á tónleikana og ákveðið hafði verið að færa þá á stærri stað. Miðarnir seldust aftur upp skömmu síðar." Björgvin fór þá á stúfana og komst að því að þetta var raunin á flestum tónleikum hljómsveitarinnar. "Mín kenning er sú að þetta sé í raun hálfgert happdrætti - hvort að maður slær í gegn á heimsvísu eða ekki," sagði Björgvin. "Vinningslíkurnar í þessu happdrætti hafa aukist með þeirri miklu samtengingu fólks sem fylgt hefur internetinu, en það virðist þó vera ákveðið handahóf sem ræður úrslitum." Kynningin er yfirgripsmikil og nákvæm. Aðspurður sagði Björgvin að hann hafi verið í miðjum prófum þegar hann setti hana saman. "Ég hefði náttúrulega átt að vera að læra," sagði Björgvin. Hægt er að skoða kynningu Björgvins hér fyrir neðan. Einnig er hægt að nálgast hana hér.How an unknown Icelandic band became a huge success in the US without even visitingView more presentations from Bo Olafsson
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira