Körfubolti

Derek Fisher ekki lengur leikmaður Lakers | Nene til Wizards

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mike Brown gat ekki notað Derek Fisher.
Mike Brown gat ekki notað Derek Fisher. Mynd/Nordic Photos/Getty
Í dag var lokadagur félagsskipta í NBA-deildinni í körfubolta og það var þó nokkuð um skipti milli liða á lokasprettinum. Mesta athygli vakti örugglega að Los Angeles Lakers skipti Derek Fisher til Houston Rockets og Nene fór fram Denver Nuggets til Washington Wizards fyrir JaVale McGee og Ronny Turiaf.

Skiptin á Nene voru þau flóknustu í dag enda komu þrjú lið að þeim. Nene fór til Washington ásamt Brian Cook og valrétti í annarri umferð, Denver fékk JaVale McGee og Ronny Turiaf og Nick Young fór til Los Angeles Clippers.

Derek Fisher fór til Houston Rockets fyrir framherjann Jordan Hill og valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins sem Dallas hafði áður skipt til Lakers.

Lakers skipti ekki bara Fisher til Houston því liðið fékk einnig Ramon Sessions og Christian Eyenga frá Cleveland í skiptum fyrir Luke Walton og valrétt í fyrstu umferð.

Toronto Raptors ákvað að skipta bakvörðunum Leandro Barbosa og Anthony Carter til Indiana Pacers fyrir valrétt í annarri umferð.

Gerald Wallace fór frá Portland til New Jersey fyrir þá Mehmet Okur og Shawne Williams auk valréttar í fyrstu umferð.

Stephen Jackson fór til San Antonio Spurs í skiptum fyrir Richard Jefferson og valrétt í fyrstu umferð.

Houston Rockets fékk Marcus Camby frá Portland í skiptum fyrir Hasheem Thabeet og Jonny Flyn auk valréttar í annarri umferð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×