Hverjir eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum? Grétar Pétur Geirsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að greiða húsaleigubætur. Þær eru greiddar tekjulágum leigjendum. Tekjur og eignir hafa áhrif á bætur. Fjármögnunin er í höndum ríkisins og jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sveitarfélögin sjá um afgreiðslu húsaleigubóta. Grunnfjárhæðir voru óbreyttar frá árinu 2000 til 2008. 1. apríl 2008 hækkuðu húsaleigubæturnar og hækkuðu hámarks húsaleigubætur um 48%. Sérstakar húsaleigubæturSveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að borga hærri húsaleigubætur sem viðbót við almennar húsaleigubætur og er þá um sérstakar húsaleigubætur að ræða. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um tekjur og eignir, einnig þarf viðkomandi að sýna fram á að hann eigi við sérstakan félagslegan vanda að etja. Það er ekki skylda sveitarfélaga að greiða sérstakar húsaleigubætur. Það eru einungis 20 af 76 sveitarfélögum sem greiða þær. Nú ber að hafa í huga að þessum sérstöku húsaleigubótum var komið á í tengslum við gerð kjarasamninga 2008 og það hlýtur að skjóta skökku við að öryrkjar skuli ekki ná þessum bótum. Öryrkjar er sá hópur sem minnst bar úr býtum við þessa samninga. Það fá ekki allir sérstakar húsaleigubæturÞað er ekki nóg í öllum tilfellum að uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk. Eitt af skilyrðum er að um sé að ræða leiguíbúð á frjálsum markaði eða leigu hjá félagsbústöðum. Leigjendur hjá Brynju hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, sem á og rekur 700-800 íbúðir, uppfylla ekki skilyrði um sérstakar húsaleigubætur. Þar er um að ræða sérstakt leiguúrræði fyrir öryrkja og uppfylla þar af leiðandi ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fá sérstakar húsaleigubætur. Ákvæði sem mismunar leigjendum gróflegaÍ langflestum tilfellum eru þeir sem leigja hjá ÖBÍ (Brynju hússjóði) eingöngu með örorkubætur og uppfylla því skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum um tekju- og eignamörk, en vegna þess að Brynja hússjóður leigir einungis öryrkjum þá eiga þeir ekki rétt á þeim. 30% af leigjendum félagsbústaða í Reykjavík eru öryrkjar og fá þeir sérstakar húsaleigubætur. Þess vegna sækja öryrkjar í meira mæli inn í það kerfi – eðlilega. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borðÞað sjá allir að við þetta verður ekki unað. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð og hafi sama rétt og aðrir þegar kemur að þessu almenna bótakerfi. Annað er gróf mismunun og stenst enga skoðun að mínu mati. Sjálfsbjörg skorar á ráðamenn að taka nú upp rauða pennann og strika yfir þetta ósamræmi og óréttlæti sem þessi reglugerð er. Rauðu strikin eiga að virka í báðar áttir, ekki bara þegar þarf að skera niður þjónustu við fatlaða, heldur einnig þegar um er að ræða svona grófa mismunun eins og fellst í þessu ákvæði um rétt til sérstakra húsaleigubóta. Sveitarfélögin bera ábyrgðSveitarfélögunum ber skylda til að útvega fólki húsnæði sem hefur ekki tök á að kaupa eða leigja á almennum markaði. Nú er staðan þannig að með tilkomu Brynju hússjóðs hafa sveitarfélögin getað vikið sér undan því að uppfylla þessa skyldu sína. Þá vaknar sú spurning, hvar væri allt þetta fólk sem nú leigir af Brynju statt í dag ef Brynju nyti ekki við? Svona til upprifjunar, þá var staðan þannig áður en Brynja kom til, að þá hírðust margir öryrkjar í litlum herbergjum og geymslum víðs vegar um bæinn. Það sem ég er að segja með þessu er að Brynja hefur leyst mikið af þeim húsnæðisvandamálum sem annars hefðu lent á sveitarfélögunum og eiga heima þar strangt til tekið. Þess vegna skýtur það skökku við að þau sveitarfélög sem greiða sérstakar húsaleigubætur neiti að greiða því fólki sem leigir hjá Brynju þessar bætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að greiða húsaleigubætur. Þær eru greiddar tekjulágum leigjendum. Tekjur og eignir hafa áhrif á bætur. Fjármögnunin er í höndum ríkisins og jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sveitarfélögin sjá um afgreiðslu húsaleigubóta. Grunnfjárhæðir voru óbreyttar frá árinu 2000 til 2008. 1. apríl 2008 hækkuðu húsaleigubæturnar og hækkuðu hámarks húsaleigubætur um 48%. Sérstakar húsaleigubæturSveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að borga hærri húsaleigubætur sem viðbót við almennar húsaleigubætur og er þá um sérstakar húsaleigubætur að ræða. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um tekjur og eignir, einnig þarf viðkomandi að sýna fram á að hann eigi við sérstakan félagslegan vanda að etja. Það er ekki skylda sveitarfélaga að greiða sérstakar húsaleigubætur. Það eru einungis 20 af 76 sveitarfélögum sem greiða þær. Nú ber að hafa í huga að þessum sérstöku húsaleigubótum var komið á í tengslum við gerð kjarasamninga 2008 og það hlýtur að skjóta skökku við að öryrkjar skuli ekki ná þessum bótum. Öryrkjar er sá hópur sem minnst bar úr býtum við þessa samninga. Það fá ekki allir sérstakar húsaleigubæturÞað er ekki nóg í öllum tilfellum að uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk. Eitt af skilyrðum er að um sé að ræða leiguíbúð á frjálsum markaði eða leigu hjá félagsbústöðum. Leigjendur hjá Brynju hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, sem á og rekur 700-800 íbúðir, uppfylla ekki skilyrði um sérstakar húsaleigubætur. Þar er um að ræða sérstakt leiguúrræði fyrir öryrkja og uppfylla þar af leiðandi ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fá sérstakar húsaleigubætur. Ákvæði sem mismunar leigjendum gróflegaÍ langflestum tilfellum eru þeir sem leigja hjá ÖBÍ (Brynju hússjóði) eingöngu með örorkubætur og uppfylla því skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum um tekju- og eignamörk, en vegna þess að Brynja hússjóður leigir einungis öryrkjum þá eiga þeir ekki rétt á þeim. 30% af leigjendum félagsbústaða í Reykjavík eru öryrkjar og fá þeir sérstakar húsaleigubætur. Þess vegna sækja öryrkjar í meira mæli inn í það kerfi – eðlilega. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borðÞað sjá allir að við þetta verður ekki unað. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð og hafi sama rétt og aðrir þegar kemur að þessu almenna bótakerfi. Annað er gróf mismunun og stenst enga skoðun að mínu mati. Sjálfsbjörg skorar á ráðamenn að taka nú upp rauða pennann og strika yfir þetta ósamræmi og óréttlæti sem þessi reglugerð er. Rauðu strikin eiga að virka í báðar áttir, ekki bara þegar þarf að skera niður þjónustu við fatlaða, heldur einnig þegar um er að ræða svona grófa mismunun eins og fellst í þessu ákvæði um rétt til sérstakra húsaleigubóta. Sveitarfélögin bera ábyrgðSveitarfélögunum ber skylda til að útvega fólki húsnæði sem hefur ekki tök á að kaupa eða leigja á almennum markaði. Nú er staðan þannig að með tilkomu Brynju hússjóðs hafa sveitarfélögin getað vikið sér undan því að uppfylla þessa skyldu sína. Þá vaknar sú spurning, hvar væri allt þetta fólk sem nú leigir af Brynju statt í dag ef Brynju nyti ekki við? Svona til upprifjunar, þá var staðan þannig áður en Brynja kom til, að þá hírðust margir öryrkjar í litlum herbergjum og geymslum víðs vegar um bæinn. Það sem ég er að segja með þessu er að Brynja hefur leyst mikið af þeim húsnæðisvandamálum sem annars hefðu lent á sveitarfélögunum og eiga heima þar strangt til tekið. Þess vegna skýtur það skökku við að þau sveitarfélög sem greiða sérstakar húsaleigubætur neiti að greiða því fólki sem leigir hjá Brynju þessar bætur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun